„Hey bændur! Erling Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 16:31 Erling Braut Haaland spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester City er liðið tapaði fyrir Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn á laugardag. /mancity Stuðningsmenn Brann í Noregi sýndu áhugaverðan borða þegar liðið heimsótti Bryne í næst efstu deild Noregs í gær. Bryne er uppeldisfélag Erlings Braut Haalands, leikmanns Manchester City. Haaland samdi við City í sumar en félagið er fjármagnað af opinberum fjárfestingasjóði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Enska félagið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttingasamtökunum Amnesty International, fyrir að vera dæmi um íþróttaþvott (e. sports-washing). Ríki frá Miðausturlöndum hafa í auknum mæli fjárfest ríkulega í fótboltafélögum undanfarin ár og eru sökuð um að gera það til að bæta ímynd ríkisins og þvo hana af meintum mannréttindabrotum. Önnur dæmi má nefna á Paris Saint-Germain, sem er í eigu Katara, og Newcastle United sem var keypt af fjárfestingasjóði Sádí Arabíu í fyrra. Norðmenn hafa látið vel í sér heyra hvað þessi málefni varðar en fyrrum landsliðskonan Lisa Klaveness vakti athygli þegar hún gagnrýndi mannréttindastefnu yfirvalda í Katar á ársþingi FIFA í Doha í mars. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar í nóvember. Þá voru einnig tveir norskir blaðamenn handteknir við störf sín í Katar í haust. Beskjed fra Bergen her altså. pic.twitter.com/mJdpO9EudC— Jonas Grønner (@JonasGronner) July 31, 2022 Stuðningsmenn Brann nýttu þá tækifærið í heimsókn sinni til Bryne í gær til að benda á að hetjan Haaland þæði laun sín frá olíufurstum að þvottastörfum. Jonas Grönner, fyrrum leikmaður Brann sem spilaði með KR hér á landi sumarið 2013, vakti athygli á málinu á Twitter en hann birti mynd af borða stuðningsmanna Brann. Á honum stóð: „Hey bændur! Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga. Það er aðeins einn Haaland.“ en þar er vísað til hins 17 ára gamla Markusar Haaland sem spilar með unglingaliðum Brann. Noregur Norski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Haaland samdi við City í sumar en félagið er fjármagnað af opinberum fjárfestingasjóði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Enska félagið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttingasamtökunum Amnesty International, fyrir að vera dæmi um íþróttaþvott (e. sports-washing). Ríki frá Miðausturlöndum hafa í auknum mæli fjárfest ríkulega í fótboltafélögum undanfarin ár og eru sökuð um að gera það til að bæta ímynd ríkisins og þvo hana af meintum mannréttindabrotum. Önnur dæmi má nefna á Paris Saint-Germain, sem er í eigu Katara, og Newcastle United sem var keypt af fjárfestingasjóði Sádí Arabíu í fyrra. Norðmenn hafa látið vel í sér heyra hvað þessi málefni varðar en fyrrum landsliðskonan Lisa Klaveness vakti athygli þegar hún gagnrýndi mannréttindastefnu yfirvalda í Katar á ársþingi FIFA í Doha í mars. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar í nóvember. Þá voru einnig tveir norskir blaðamenn handteknir við störf sín í Katar í haust. Beskjed fra Bergen her altså. pic.twitter.com/mJdpO9EudC— Jonas Grønner (@JonasGronner) July 31, 2022 Stuðningsmenn Brann nýttu þá tækifærið í heimsókn sinni til Bryne í gær til að benda á að hetjan Haaland þæði laun sín frá olíufurstum að þvottastörfum. Jonas Grönner, fyrrum leikmaður Brann sem spilaði með KR hér á landi sumarið 2013, vakti athygli á málinu á Twitter en hann birti mynd af borða stuðningsmanna Brann. Á honum stóð: „Hey bændur! Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga. Það er aðeins einn Haaland.“ en þar er vísað til hins 17 ára gamla Markusar Haaland sem spilar með unglingaliðum Brann.
Noregur Norski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira