Hringurinn hjá Bjarna Sigþór var mjög litríkur en hann fékk sex fugla, tvo skolla og einn skramba á holunum átján. Bjarni Sigþór kláraði á 68 höggum en par vallarins er 70 högg.
Bjarni var sá fyrsti til að klára á tveimur höggum undir pari en Svanberg Addi Stefánsson, sem er líka úr Keili, kláraði aðeins seinna á einu höggi undir pari eftir að hafa fengið sex fugla og fimm skolla á sínum hring.
Þeir Sigurbjörn Þorgeirsson úr Golfklúbbi Fjallabyggðar og Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar höfðu báðir komið inn á parinu.
Fleiri kylfingar fara nú að klára fyrsta hring og staðan mun örugglega breytast eitthvað eftir því sem líður á daginn.
Það má fylgjast með stöðu mála með því að smella hér.