Tilkynning barst frá mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi fyrir stundu. Frá síðustu tilkynningu hefur úrkoma verið mjög mikil og völlurinn er eins og sakir standa óleikhæfur vegna bleytu.
Leikur hefst ekki kl. 15:00 eins og ráðgert var í morgun. Lokatilraun til að hefja leik verður gerð klukkan 16:30 en staðfesting frá mótsstjórn verður birt kl. 15:30.
Tilkynning frá mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi.
— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022
Frá síðustu tilkynningu hefur úrkoma verið mjög mikil og völlurinn er óleikhæfur vegna bleytu. Leikur hefst ekki kl. 15:00. Lokatilraun til að hefja leik verður gerð kl. 16:30 en staðfesting frá mótsstjórn verður birt kl. 15:30.
Hin 15 ára gamla Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í forystu fyrir lokahringinn í kvennaflokki en Kristján Þór Einarsson, GM, leiðir í karlaflokki.