Harold Medina, lögreglustjórinn í Albuquerque, greindi frá þessu í færslu á Twitter rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.
Þar segir hann að lögreglan hafi leitað uppi ökutæki sem er talið tengjast morðinu á múslima í Albuquerque. Bílstjórinn hafi verið handtekinn og hann sé sá sem lögreglan gruni helst um morð á fjórum múslimum í borginni á undanförnum .
We tracked down the vehicle believed to be involved in a recent murder of a Muslim man in Albuquerque. The driver was detained and he is our primary suspect for the murders. We will update the media later this afternoon.
— APD Chief of Police (@ABQPoliceChief) August 9, 2022
Talið að morðin fjögur tengist
Talið er að morðið á föstudag tengist morðum á þremur öðrum múslimum sem voru skotnir til bana í austurhluta Albuquerque á undanförnum tíu mánuðum en þar af áttu þrjú morðanna sér stað á innan við tveimur vikum. Allir mennirnir fjórir eru múslimar sem eru af suður-asísku bergi brotnir.

Lögreglan hefur ekki staðfest að morðin fjögur tengist en þau segja að verið sé að rannsaka hvort það sé raunin. Þá hefur ekki enn komið fram hvort morðin fjögur séu rannsökuð sem hatursglæpir en það má teljast líklegt að svo verði ef þau tengjast.
Morðin hafi vakið mikinn óhug og ótta meðal múslima í borginni og greint hefur verið frá því fólk sé jafnvel orðið hrætt við að fara út fyrir hússins dyr.
Lögreglan hefur ekki greint frá því hvernig morðin áttu sér nákvæmlega stað en segir að í tilfellum fyrstu þriggja mannanna sem voru skotnir til bana, þeirra Muhammad Afzaal Hussain, Aftab Hussein og Mohammad Ahmadi, hafi verið „ráðist á þá úr launsátri, þeir skotnir og drepnir.“
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir bænastund fyrir tvö fórnarlambanna á föstudag fannst Naeem Hussain látinn. Þriðji músliminn sem hefur verið drepinn á innan við tveimur vikum og sá fjórði frá því í nóvember á síðasta ári.