Real Madrid er besta lið Evrópu 10. ágúst 2022 21:00 Karim Benzema lyfti ofurbikarnum eftir leikslok. Getty Images Real Madrid er besta lið Evrópu í dag en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki. Leikmenn Frankfurt voru þó ekkert á því að láta valta yfir sig og byrjuðu leikinn vel. Daichi Kamada, leikmaður Frankfurt, átti fyrsta hættulega marktækifæri leiksins en Thibaut Courtois í marki Real sá við honum. Courtois kom svo aftur til bjargar stuttu síðar þegar hann varði glæsilega frá Ansgat Knauff en á milli markvarsla Courtois björguðu varnarmenn Frankfurt á marklínu eftir fína tilraun frá Vinicius Junior. Það var svo David Alaba sem kom Real Madrid yfir á 37. mínútu þegar hann stýrði knettinum í netið af stuttu færi fyrir opnu marki eftir skallatennis milli Karim Benzema og Casemiro. Benzema fagnar marki sínu í kvöld.Getty Images Thibaut Courtois var aftur vel á verði þegar hann varði aðra marktilraun frá Knauff á 64. mínútu og það var kannski eins gott fyrir Real því markahrókurinn Benzema tvöfaldaði forystu Real Madrid innan við mínútu síðar þegar hann stýrði fyrirgjöf Vinicius í netið. Benzema átti þá innanfótarskot við enda vítateigs Frankfurt sem fór nokkurn veginn beint á Kevin Trapp í marki Frankfurt en honum tókst þó ekki að verja marktilraun Benzema sem fagnaði fyrsta marki sínu á leiktímabilinu. Meira markvert gerðist ekki, lokatölur 2-0 og leikmenn Real Madrid lyftu því ofurbikarnum skömmu eftir leikslok. Ofurbikar UEFA Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA UEFA Spánn
Real Madrid er besta lið Evrópu í dag en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki. Leikmenn Frankfurt voru þó ekkert á því að láta valta yfir sig og byrjuðu leikinn vel. Daichi Kamada, leikmaður Frankfurt, átti fyrsta hættulega marktækifæri leiksins en Thibaut Courtois í marki Real sá við honum. Courtois kom svo aftur til bjargar stuttu síðar þegar hann varði glæsilega frá Ansgat Knauff en á milli markvarsla Courtois björguðu varnarmenn Frankfurt á marklínu eftir fína tilraun frá Vinicius Junior. Það var svo David Alaba sem kom Real Madrid yfir á 37. mínútu þegar hann stýrði knettinum í netið af stuttu færi fyrir opnu marki eftir skallatennis milli Karim Benzema og Casemiro. Benzema fagnar marki sínu í kvöld.Getty Images Thibaut Courtois var aftur vel á verði þegar hann varði aðra marktilraun frá Knauff á 64. mínútu og það var kannski eins gott fyrir Real því markahrókurinn Benzema tvöfaldaði forystu Real Madrid innan við mínútu síðar þegar hann stýrði fyrirgjöf Vinicius í netið. Benzema átti þá innanfótarskot við enda vítateigs Frankfurt sem fór nokkurn veginn beint á Kevin Trapp í marki Frankfurt en honum tókst þó ekki að verja marktilraun Benzema sem fagnaði fyrsta marki sínu á leiktímabilinu. Meira markvert gerðist ekki, lokatölur 2-0 og leikmenn Real Madrid lyftu því ofurbikarnum skömmu eftir leikslok.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“