Oftöldu starfsmenn og brutu gegn lögum um hópuppsagnir Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 14:20 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur slegið á putta Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Arnar Sjúkratryggingar Íslands gerðust brotlegar gegn lögum um hópuppsagnir þegar fjórtán manns var sagt upp í október árið 2020. Sjúkratryggingar töldu sig ekki þurfa að fara að lögunum þar sem 143 störfuðu hjá stofnuninni og því væri tíu prósenta þröskuldi laganna ekki náð. Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að þrír þeirra sem sagt var upp störfum hefðu leitað álits hans vegna uppsagnarinnar. Kvörtunin byggði meðal annars á því að vegna þess fjölda sem hefði verið sagt upp störfum samtímis hefði stofnuninni verið skylt að fylgja ákvæðum laga um hópuppsagnir. Umboðsmaður afmarkaði umfjöllun sína við þann þátt málsins. Málavextir voru þeir að í september 2020 samþykkti stjórn Sjúkratrygginga Íslands nýtt skipurit fyrir stofnunina. Í því fólst að í stofnuninni yrðu færri stjórnunareiningar en áður og stöður þriggja sviðsstjóra og ellefu deildarstjóra yrðu lagðar niður. Þrír þeirra sem sagt var upp töldu farir sínar ekki sléttar þar sem þeir töldu að lög um hópuppsagnir hefðu átt að gilda í þeirra tilviki. Til þess að um hópuppsögn sé að ræða í skilningi laganna þarf að segja upp tíu prósent starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar á þrjátíu daga tímabili ef starfsmenn eru eitt til þrjú hundruð talsins. Í tilfelli SÍ voru 143 sem þáðu laun frá stofnuninni og því leit hún svo á að fjórtán uppsagnir nægðu ekki til þess að ná tíu prósent þröskuldinum. Álitsbeiðendur töldu það hins vegar ekki standast enda væru fimm þeirra 143 launþega stjórnarmenn sem skipaðir eru af yfirvöldum og því ekki starfsmenn í skilningi laganna og leituðu því til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun leit svo á að heimilt væri að telja starfsmenn nefnda og stjórnarmanna stofnana, sem sannanlega væru venjulega í vinnu hjá atvinnurekanda, með í heildarfjölda starfsmanna við mat á því hvort um hópuppsögn væri að ræða í skilningi laga um hópuppsagnir. Töldu lögin ekki eiga við um sig Sjúkratryggingar Íslands sögðu í svari við bréfi umboðsmanns að samkvæmt tilskipun Evrópuráðsins ættu lög um hópuppsagnir ekki við um starfsmenn opinberra stofnanna með vísan til samræmingarreglu evrópuréttarins. Umboðsmaður leit hins vegar svo á að undanþága opinberra stofnana í tilskipuninni hefði ekki verið innleidd í íslenskan rétt, enda hafi hún verið valkvæð, og því giltu lögin fullum fetum um opinberar stofnanir. Næst rakti umboðsmaður það að stjórnarmenn sem skipaðir eru af heilbrigðisráðherra geti ekki talist til starfsmanna Sjúkratrygginga enda væri þeim falið að hafa eftirlit með skipulagi og starfsemi stofnunarinnar sem að öðru leyti lýtur stjórn forstjóra. „Þótt stjórnarmenn fái greidda þóknun af rekstrarfé stofnunarinnar er þar af leiðandi ekki unnt að líta svo á að þeir lúti stjórn nokkurs innan hennar eða að eðli stöðu þeirra gagnvart stofnuninni sé með þeim hætti að þeir séu starfsmenn hennar,“ segir í áliti umboðsmanns. Þannig var rúmlega tíu prósent starfsfólks sagt upp enda voru starfsmenn í skilningi laganna aðeins 138 en ekki 143. Umboðsmaður beinir tilmælum til SÍ að leita leiða til að rétta hlut álitsbeiðenda en að öðru leyti verði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif framangreinds annmarka ef hlutaðeigandi kjósa að leggja mál sín í þann farveg. Þá beinir umboðsmaður tilmælum til SÍ að gæta framvegis að þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu. Umboðsmaður Alþingis Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að þrír þeirra sem sagt var upp störfum hefðu leitað álits hans vegna uppsagnarinnar. Kvörtunin byggði meðal annars á því að vegna þess fjölda sem hefði verið sagt upp störfum samtímis hefði stofnuninni verið skylt að fylgja ákvæðum laga um hópuppsagnir. Umboðsmaður afmarkaði umfjöllun sína við þann þátt málsins. Málavextir voru þeir að í september 2020 samþykkti stjórn Sjúkratrygginga Íslands nýtt skipurit fyrir stofnunina. Í því fólst að í stofnuninni yrðu færri stjórnunareiningar en áður og stöður þriggja sviðsstjóra og ellefu deildarstjóra yrðu lagðar niður. Þrír þeirra sem sagt var upp töldu farir sínar ekki sléttar þar sem þeir töldu að lög um hópuppsagnir hefðu átt að gilda í þeirra tilviki. Til þess að um hópuppsögn sé að ræða í skilningi laganna þarf að segja upp tíu prósent starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar á þrjátíu daga tímabili ef starfsmenn eru eitt til þrjú hundruð talsins. Í tilfelli SÍ voru 143 sem þáðu laun frá stofnuninni og því leit hún svo á að fjórtán uppsagnir nægðu ekki til þess að ná tíu prósent þröskuldinum. Álitsbeiðendur töldu það hins vegar ekki standast enda væru fimm þeirra 143 launþega stjórnarmenn sem skipaðir eru af yfirvöldum og því ekki starfsmenn í skilningi laganna og leituðu því til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun leit svo á að heimilt væri að telja starfsmenn nefnda og stjórnarmanna stofnana, sem sannanlega væru venjulega í vinnu hjá atvinnurekanda, með í heildarfjölda starfsmanna við mat á því hvort um hópuppsögn væri að ræða í skilningi laga um hópuppsagnir. Töldu lögin ekki eiga við um sig Sjúkratryggingar Íslands sögðu í svari við bréfi umboðsmanns að samkvæmt tilskipun Evrópuráðsins ættu lög um hópuppsagnir ekki við um starfsmenn opinberra stofnanna með vísan til samræmingarreglu evrópuréttarins. Umboðsmaður leit hins vegar svo á að undanþága opinberra stofnana í tilskipuninni hefði ekki verið innleidd í íslenskan rétt, enda hafi hún verið valkvæð, og því giltu lögin fullum fetum um opinberar stofnanir. Næst rakti umboðsmaður það að stjórnarmenn sem skipaðir eru af heilbrigðisráðherra geti ekki talist til starfsmanna Sjúkratrygginga enda væri þeim falið að hafa eftirlit með skipulagi og starfsemi stofnunarinnar sem að öðru leyti lýtur stjórn forstjóra. „Þótt stjórnarmenn fái greidda þóknun af rekstrarfé stofnunarinnar er þar af leiðandi ekki unnt að líta svo á að þeir lúti stjórn nokkurs innan hennar eða að eðli stöðu þeirra gagnvart stofnuninni sé með þeim hætti að þeir séu starfsmenn hennar,“ segir í áliti umboðsmanns. Þannig var rúmlega tíu prósent starfsfólks sagt upp enda voru starfsmenn í skilningi laganna aðeins 138 en ekki 143. Umboðsmaður beinir tilmælum til SÍ að leita leiða til að rétta hlut álitsbeiðenda en að öðru leyti verði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif framangreinds annmarka ef hlutaðeigandi kjósa að leggja mál sín í þann farveg. Þá beinir umboðsmaður tilmælum til SÍ að gæta framvegis að þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.
Umboðsmaður Alþingis Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira