Arnar eftir súrt tap í Póllandi: „Við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 23:16 Arnar leyfði sér að fagna markinu sem tryggði Víkingum framlengingu. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk „Augljóslega markið sem við skoruðum á síðustu sekúndu leiksins. Það var mjög eftirminnilegt, við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, aðspurður hvað hefði verið eftirminnilegast við leik kvöldsins þar sem Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira