Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Atli Arason skrifar 14. ágúst 2022 21:30 Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, niðurlútur í leiknum gegn Brentford í gær. Getty Images Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. Sky Sports greindi fyrst frá því í dag í sjónvarpsfréttatíma sínum að samningi Ronaldo gæti verið rift vegna framkomu hans. Sky Sports birti svo tíst á Twitter með myndbroti úr fréttatímanum og í kjölfarið skrifuðu flestir stærstu miðlar heims um hugsanlega riftingu á samningi Ronaldo hjá Manchester United. Vísir greindi einnig frá málinu fyrr í dag. Nú hefur United hins vegar neitað sögusögnunum og Sky Sports hefur eytt upprunalegri færslu sinni. Manchester United aren’t happy with Cristiano Ronaldo 😬#MUFC pic.twitter.com/HBzrMhjz2r— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 14, 2022 Breski blaðamaðurinn Samuel Luckhurst sem sérhæfir sig í málefnum Manchester United hjá Manchester Evening News greindi frá því fyrir skömmu að enginn hjá Manchester United staðfesti þessar fullyrðingar Sky Sports um Ronaldo, að þessar sögur væru í raun uppspuni og falsfréttir. #mufc insist report they are considering terminating Cristiano Ronaldo’s contract is false. Their position on Ronaldo hasn’t changed.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 14, 2022 Ronaldo hafði sjálfur beðið um að fá að yfirgefa United fyrr í sumar en í 4-0 tapinu gegn Brentford í gær virtist hann augljóslega orðinn eitthvað pirraður á ástandinu. Ronaldo fór ekki með öðrum leikmönnum liðsins að klappa fyrir þeim stuðningsmönnum United sem höfðu ferðast til London til að fylgjast með leiknum, eins og hefð er fyrir, heldur strunsaði Ronaldo beint inn í klefa. Ronaldo going off the pitch and he was fuming and rightfully so.He deserves so much better than this club and let's hope he leaves.pic.twitter.com/Wryn15wPWm— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) August 13, 2022 Næsti leikur Manchester United er gegn Liverpool mánudaginn 22. ágúst. Það verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Ronaldo fær í þeim erkifjendaslag. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00 Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira
Sky Sports greindi fyrst frá því í dag í sjónvarpsfréttatíma sínum að samningi Ronaldo gæti verið rift vegna framkomu hans. Sky Sports birti svo tíst á Twitter með myndbroti úr fréttatímanum og í kjölfarið skrifuðu flestir stærstu miðlar heims um hugsanlega riftingu á samningi Ronaldo hjá Manchester United. Vísir greindi einnig frá málinu fyrr í dag. Nú hefur United hins vegar neitað sögusögnunum og Sky Sports hefur eytt upprunalegri færslu sinni. Manchester United aren’t happy with Cristiano Ronaldo 😬#MUFC pic.twitter.com/HBzrMhjz2r— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 14, 2022 Breski blaðamaðurinn Samuel Luckhurst sem sérhæfir sig í málefnum Manchester United hjá Manchester Evening News greindi frá því fyrir skömmu að enginn hjá Manchester United staðfesti þessar fullyrðingar Sky Sports um Ronaldo, að þessar sögur væru í raun uppspuni og falsfréttir. #mufc insist report they are considering terminating Cristiano Ronaldo’s contract is false. Their position on Ronaldo hasn’t changed.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 14, 2022 Ronaldo hafði sjálfur beðið um að fá að yfirgefa United fyrr í sumar en í 4-0 tapinu gegn Brentford í gær virtist hann augljóslega orðinn eitthvað pirraður á ástandinu. Ronaldo fór ekki með öðrum leikmönnum liðsins að klappa fyrir þeim stuðningsmönnum United sem höfðu ferðast til London til að fylgjast með leiknum, eins og hefð er fyrir, heldur strunsaði Ronaldo beint inn í klefa. Ronaldo going off the pitch and he was fuming and rightfully so.He deserves so much better than this club and let's hope he leaves.pic.twitter.com/Wryn15wPWm— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) August 13, 2022 Næsti leikur Manchester United er gegn Liverpool mánudaginn 22. ágúst. Það verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Ronaldo fær í þeim erkifjendaslag.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00 Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira
Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00
Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26