Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 07:31 Erik ten Hag í leiknum gegn Brentford. Hann boðaði leikmenn á æfingu daginn eftir. Shaun Botterill/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira