Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 11:00 Cristiano Ronaldo er ekki enn komið á blað á leiktíðinni. EPA-EFE/Peter Powell Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Man United að íhuga það að láta Ronaldo fara fyrr heldur en síðar eftir dapra byrjun á tímabilinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla framherja en dagar hans á Old Trafford virðast taldir. Þó Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, hafi sagt að leikamaðurinn sé ekki til sölu þá keppast fjölmiðlar ytra við að orða hann frá félaginu. Heimildir BBC herma að ekki sé hægt að lagfæra vandamál Man Utd fyrr en Ronaldo hafi yfirgefið félagið og að það gæti gerst áður en 1. september gengur í garð. Nú hefur Talksport, stærsta íþróttaútvarpsstöð heims, sagt að Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann. It s the right decision, just too late. Could he go back to Sporting? Man Utd are now listening to offers for Ronaldo, according to our sources.Laura Woods and Ally McCoist discuss where Ronaldo could end up next. pic.twitter.com/ZdL921Ts3w— talkSPORT (@talkSPORT) August 16, 2022 Man United hefur byrjað skelfilega í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 1-6. Liverpool kemur í heimsókn á Old Trafford næsta mánudag og gæti Ten Hag farið úr öskunni í eldinn fari svo að sá leikur tapist. Á vef Sky Sports er farið yfir helsta leikmannaslúður dagsins og þar er áhugavert nafn nefnt til sögunnar sem mögulegur arftaki Ronaldo. Um er að ræða hinn 33 ára gamla Pierre-Emerick Aubameyang sem er í dag leikmaður Barcelona en hann var fyrirliði Arsenal þar á undan. Talið var að Chelsea væri á höttunum á eftir Aubameyang en nú ku Man United vera að íhuga að reyna fá leikmanninn í sínar raðir. Barcelona þarf að losa leikmenn og er líklegt að framherjinn fáist ódýrt eða jafnvel frítt. Where next for Auba? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 16, 2022 Ten Hag ku einnig vera að íhuga tilboð í Matheus Cunha, framherja Atlético Madríd. Sá að baki sjö A-landsleiki fyrir Brasilíu án þess þó að skora mark. Hann gekk í raðir Atlético á síðasta ári en virðist ekki vera í plönum Diego Simeone, þjálfara liðsins. Cunha er falur fyrir í kringum 50 milljónir punda. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Man United að íhuga það að láta Ronaldo fara fyrr heldur en síðar eftir dapra byrjun á tímabilinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla framherja en dagar hans á Old Trafford virðast taldir. Þó Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, hafi sagt að leikamaðurinn sé ekki til sölu þá keppast fjölmiðlar ytra við að orða hann frá félaginu. Heimildir BBC herma að ekki sé hægt að lagfæra vandamál Man Utd fyrr en Ronaldo hafi yfirgefið félagið og að það gæti gerst áður en 1. september gengur í garð. Nú hefur Talksport, stærsta íþróttaútvarpsstöð heims, sagt að Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann. It s the right decision, just too late. Could he go back to Sporting? Man Utd are now listening to offers for Ronaldo, according to our sources.Laura Woods and Ally McCoist discuss where Ronaldo could end up next. pic.twitter.com/ZdL921Ts3w— talkSPORT (@talkSPORT) August 16, 2022 Man United hefur byrjað skelfilega í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 1-6. Liverpool kemur í heimsókn á Old Trafford næsta mánudag og gæti Ten Hag farið úr öskunni í eldinn fari svo að sá leikur tapist. Á vef Sky Sports er farið yfir helsta leikmannaslúður dagsins og þar er áhugavert nafn nefnt til sögunnar sem mögulegur arftaki Ronaldo. Um er að ræða hinn 33 ára gamla Pierre-Emerick Aubameyang sem er í dag leikmaður Barcelona en hann var fyrirliði Arsenal þar á undan. Talið var að Chelsea væri á höttunum á eftir Aubameyang en nú ku Man United vera að íhuga að reyna fá leikmanninn í sínar raðir. Barcelona þarf að losa leikmenn og er líklegt að framherjinn fáist ódýrt eða jafnvel frítt. Where next for Auba? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 16, 2022 Ten Hag ku einnig vera að íhuga tilboð í Matheus Cunha, framherja Atlético Madríd. Sá að baki sjö A-landsleiki fyrir Brasilíu án þess þó að skora mark. Hann gekk í raðir Atlético á síðasta ári en virðist ekki vera í plönum Diego Simeone, þjálfara liðsins. Cunha er falur fyrir í kringum 50 milljónir punda.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30