Ákærður fyrir að stela 34 símum og greiðslukorti fjórtán ára stúlku Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 10:16 Flestum símunum stal maðurinn úr Laugardalshöll, alls tíu talsins. Vísir/Vilhelm Rétt rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir að stela samtals 34 farsímum og öðru góssi, þar á meðal greiðslukorti 14 ára stúlku. Flest brotin voru framin í íþróttaklefum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Ákæran er í alls ellefu liðum og fjalla flestir þeirra um símaþjófnað. Samtals eru þetta 34 símar, flestir þeirra iPhone eða Samsung Galaxy. Þjófnaðirnir áttu sér allir stað á ellefu daga tímabili en ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Notaði greiðslukortið í Háspennu Maðurinn stal þremur símum úr búningsklefa í Skautahöllinni, tveimur símum úr Íþróttamiðstöð Breiðabliks, þremur símum úr Ásgarði í Garðabæ, tveimur símum úr íþróttamiðstöð Þróttar, tveimur símum úr Dalskóla, tíu símum úr Laugardalshöll, átta símum og greiðslukorti úr íþróttamiðstöð Gróttu og fjórum símum og fartölvu úr Valsheimilinu. Ásamt félaga sínum notaði hann greiðslukortið sem hann stal úr íþróttamiðstöð Gróttu til að taka út tíu þúsund krónur í Háspennu við Rauðarárstíg. Ók án ökuréttinda Ásamt því að stela símunum stal hann Airpods-heyrnartólum, Moncler-úlpu og reiðufé. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda og án öryggisbeltis eftir Kringlumýrarbraut í átt að Hafnarfjarðarvegi uns lögregla stöðvaði akstur hans við Hamraborg í Kópavogi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda. Móðir eiganda greiðslukortsins gerir einkaréttarkröfu upp á tæplega sextíu þúsund krónur auk vaxta. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Sjá meira
Ákæran er í alls ellefu liðum og fjalla flestir þeirra um símaþjófnað. Samtals eru þetta 34 símar, flestir þeirra iPhone eða Samsung Galaxy. Þjófnaðirnir áttu sér allir stað á ellefu daga tímabili en ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Notaði greiðslukortið í Háspennu Maðurinn stal þremur símum úr búningsklefa í Skautahöllinni, tveimur símum úr Íþróttamiðstöð Breiðabliks, þremur símum úr Ásgarði í Garðabæ, tveimur símum úr íþróttamiðstöð Þróttar, tveimur símum úr Dalskóla, tíu símum úr Laugardalshöll, átta símum og greiðslukorti úr íþróttamiðstöð Gróttu og fjórum símum og fartölvu úr Valsheimilinu. Ásamt félaga sínum notaði hann greiðslukortið sem hann stal úr íþróttamiðstöð Gróttu til að taka út tíu þúsund krónur í Háspennu við Rauðarárstíg. Ók án ökuréttinda Ásamt því að stela símunum stal hann Airpods-heyrnartólum, Moncler-úlpu og reiðufé. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda og án öryggisbeltis eftir Kringlumýrarbraut í átt að Hafnarfjarðarvegi uns lögregla stöðvaði akstur hans við Hamraborg í Kópavogi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda. Móðir eiganda greiðslukortsins gerir einkaréttarkröfu upp á tæplega sextíu þúsund krónur auk vaxta.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Sjá meira