Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 11:01 Cristiano Ronaldo heldur áfram að koma sér í fréttirnar. John Walton/Getty Images Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. Framtíð Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. Fyrst vildi hann fara frá Man United þar sem félagið var ekki að standa sig á leikmannamarkaðnum, og hann vildi spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þá vildi Erik ten Hag, þjálfari liðsins, halda í stærsta nafnið í leikmannahópnum en eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni og ítrekuð frekjuköst Ronaldo hefur Ten Hag að því virðist hafa skipt um skoðun. Á Instagram í gærkvöldi skrifaði Ronaldo svo tvö ummæli við mynd af sér sem hefur báðum verið eytt er þessi frétt er skrifuð. „Þau munu vita sannleikann þegar þau ræða við mig eftir tvær vikur. Fjölmiðlar ljúga. Ég er með glósubók og undanfarna mánuði hafa yfir 100 fréttir verið skrifaðar, aðeins fimm eru réttar,“ segir í síðari ummælum Ronaldo. Þau hafa verið þýdd yfir á ensku en voru upprunalega á portúgölsku. Skjáskot af þeim má sjá hér að neðan. Skjáskot af ummælum Ronaldo.Instagram Neville, sem lék með Ronaldo um árabil, er allt annað en sáttur með þessi ummæli Ronaldo. Hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni. „Af hverju þarf besti leikmaður í heimi (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með að segja stuðningsfólki Manchester United sannleikann? Stígðu upp og segðu hann núna. Félagið er í krísu og það þarfnast leiðtoga. Hann er sá eini sem getur tæklað þessa umræðu.“ Why does the greatest player of all time (in my opinion) have to wait two weeks to tell Manchester United fans the truth? Stand up now and speak. The club is in crisis and it needs leaders to lead. He s the only one who can grab this situation by the scruff of the neck!— Gary Neville (@GNev2) August 17, 2022 Man United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og Ronaldo er ekki enn kominn á blað. Hann er talinn vera á förum frá félaginu og miðað við ummæli hans á Instagram þá ætlar hann að tjá sig um leið og félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Framtíð Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. Fyrst vildi hann fara frá Man United þar sem félagið var ekki að standa sig á leikmannamarkaðnum, og hann vildi spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þá vildi Erik ten Hag, þjálfari liðsins, halda í stærsta nafnið í leikmannahópnum en eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni og ítrekuð frekjuköst Ronaldo hefur Ten Hag að því virðist hafa skipt um skoðun. Á Instagram í gærkvöldi skrifaði Ronaldo svo tvö ummæli við mynd af sér sem hefur báðum verið eytt er þessi frétt er skrifuð. „Þau munu vita sannleikann þegar þau ræða við mig eftir tvær vikur. Fjölmiðlar ljúga. Ég er með glósubók og undanfarna mánuði hafa yfir 100 fréttir verið skrifaðar, aðeins fimm eru réttar,“ segir í síðari ummælum Ronaldo. Þau hafa verið þýdd yfir á ensku en voru upprunalega á portúgölsku. Skjáskot af þeim má sjá hér að neðan. Skjáskot af ummælum Ronaldo.Instagram Neville, sem lék með Ronaldo um árabil, er allt annað en sáttur með þessi ummæli Ronaldo. Hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni. „Af hverju þarf besti leikmaður í heimi (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með að segja stuðningsfólki Manchester United sannleikann? Stígðu upp og segðu hann núna. Félagið er í krísu og það þarfnast leiðtoga. Hann er sá eini sem getur tæklað þessa umræðu.“ Why does the greatest player of all time (in my opinion) have to wait two weeks to tell Manchester United fans the truth? Stand up now and speak. The club is in crisis and it needs leaders to lead. He s the only one who can grab this situation by the scruff of the neck!— Gary Neville (@GNev2) August 17, 2022 Man United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og Ronaldo er ekki enn kominn á blað. Hann er talinn vera á förum frá félaginu og miðað við ummæli hans á Instagram þá ætlar hann að tjá sig um leið og félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30