Fyrst Laugavegurinn og nú maraþonið: „Besta tilfinning í heimi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:00 Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna í mark. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir rúllaði upp keppni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í höfuðborginni í morgun. Hún var lang fyrst kvenna í mark og var sjötta í mark í heildina, sekúndubrotum frá því að vera önnur Íslendinga yfir línuna. Hún fylgir eftir öruggum sigri í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og stefnir á Íslandsmet sem er jafn gamalt henni. Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17. Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17.
Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti