Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Magnús Jochum Pálsson og Snorri Másson skrifa 21. ágúst 2022 09:34 Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, staðfesti við fréttastofu að tveir Íslendingar væru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi sem átti sér stað á milli klukkan fimm og sex í morgun. Vísir/Samsett Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl greindi fyrst frá því að fólk hefði látist í árásinni. Tveir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið að sögn Birgis. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru tengsl á milli einstaklinganna en Birgir getur ekki sagt hver þau voru. „Meintur gerandi fannst einnig látinn á vettvangi, það er að segja meintur gerandi skotárásarinnar. Í framhaldi var hlúð að hinum slasaða, vettvangur tryggður og lögreglan á Norðurlandi eystra kvödd til. Hún fer með rannsókn manndrápsmála,“ segir Birgir. Ekki vitað um líðan hins særða Birgir segir málið á afar viðkvæmu stigi og að fólk sé slegið. Unnið sé að því að gera aðstandendum viðvart. Aldur hinna látnu er ókunnur en öruggt er að um er að ræða fullorðið fólk. Þá hafi hinn særði verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en ekki er vitað um líðan hans. Rannsókn málsins er annars í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Auk þess hefur áfallateymi Rauða krossins í umdæmi verið virkjað. Í tilkynningu sem lögreglan á Norðurlandi vestra birti á Facebook klukkan ellefu kemur fram að þó lögreglan hafi vopnbúið sig áður en hún kom á vettvang hafi hún ekki þurft að grípa til vopna. Þar kemur einnig fram að von sé á annarri tilkynningu frá lögreglunni klukkan sex í kvöld. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl greindi fyrst frá því að fólk hefði látist í árásinni. Tveir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið að sögn Birgis. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru tengsl á milli einstaklinganna en Birgir getur ekki sagt hver þau voru. „Meintur gerandi fannst einnig látinn á vettvangi, það er að segja meintur gerandi skotárásarinnar. Í framhaldi var hlúð að hinum slasaða, vettvangur tryggður og lögreglan á Norðurlandi eystra kvödd til. Hún fer með rannsókn manndrápsmála,“ segir Birgir. Ekki vitað um líðan hins særða Birgir segir málið á afar viðkvæmu stigi og að fólk sé slegið. Unnið sé að því að gera aðstandendum viðvart. Aldur hinna látnu er ókunnur en öruggt er að um er að ræða fullorðið fólk. Þá hafi hinn særði verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en ekki er vitað um líðan hans. Rannsókn málsins er annars í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Auk þess hefur áfallateymi Rauða krossins í umdæmi verið virkjað. Í tilkynningu sem lögreglan á Norðurlandi vestra birti á Facebook klukkan ellefu kemur fram að þó lögreglan hafi vopnbúið sig áður en hún kom á vettvang hafi hún ekki þurft að grípa til vopna. Þar kemur einnig fram að von sé á annarri tilkynningu frá lögreglunni klukkan sex í kvöld.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira