„Þetta er langþráður sigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2022 19:37 Jón Þór, þjálfari ÍA, var virkilega sáttur með sigurinn í dag Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. „Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“ ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
„Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“
ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15