Sport

BKG sýndur í nýju ljósi á heims­leikunum: Einn erfiðasti klukku­tíminn á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson er magnaður íþróttamaður og það er fróðlegt að sjá hvað gengur á hjá honum á milli keppnisgreina á heimsleikunum i CrossFit.
Björgvin Karl Guðmundsson er magnaður íþróttamaður og það er fróðlegt að sjá hvað gengur á hjá honum á milli keppnisgreina á heimsleikunum i CrossFit. Instagram/@bk_gudmundsson

Björgvin Karl Guðmundsson leyfði einstakt aðgengi að sér á heimsleikunum í CrossFit í ár en þeim lauk í byrjun mánaðarins. Nú má sjá afrakstur þess.

Einn maður hefur verið með algjöra yfirburði í karlaflokki í CrossFit á Íslandi og þótt hann hafi ekki enn náð heimsmeistaratitlinum þá er hann einn af stóru nöfnunum í greininni.

Björgvin Karl er nýbúinn að klára sína níundu heimsleika í CrossFit og að þessu sinni en það var aðeins öðruvísi áreiti á okkar mann að þessu sinni. Björgvin Karl hefur sýnt magnaðan stöðugleika með því að halda sér inn á topp tíu í CrossFit heiminum átta ár í röð.

Hann datt niður um fimm sæti frá því í fyrra, úr fjórða sæti niður í það níunda, en það er ekkert sjálfgefið að enda svo ofarlega í þessari krefjandi keppni.

Að þessu sinni leyfði Björgvin félaga sínum og myndatökumanninum Snorra Björnssyni að fylgja honum eftir með myndavélina og setja saman myndband um líf okkar manns á bak við tjöldin.

CrossFit áhugafólk hefur séð Björgvin Karl fara á kostum í keppninni sjálfri en þetta heimildarþáttarröð á Youtube sýnir vel hvað gerist í aðdraganda leikanna og svo einnig hvað er í gangi hjá íþróttamönnunum á milli greinanna.

Hlutirnir gengu ekki alveg eins vel á leikunum og Björgvin Karl og hann vonaðist til. „Þetta var næstum því erfiðasti klukkutíminn sem ég hef upplifað á ferlinum,“ sagði Björgvin Karl eftir eina greinina sem gekk ekki vel.

Það er hægt að vera fluga á vegg hjá Björgvini með því að horfa á nýjasta þáttinn hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×