6 kr/km Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 22. ágúst 2022 13:30 Það hefur verið hávær umræða í gangi um breytta gjaldtöku í samgöngum. Annarsvegar hefur umræðan snúist um veggjöld á stærri verkefnum tengt jarðgöngum og brúarsmíði. Hinsvegar hefur umræðan snúist um ójafnvægi í núgildandi gjaldtöku þar sem nýorkubílar eru undanskyldir enda gjaldið tekið í gegnum sölu á bensíni og dísil. Hér verður ekki rætt um möguleg gangna- og brúargjöld enda myndu bifreiðar greiða slík gjöld að jöfnu óháð orkugjafa. Kolefnisgjald Bensínlítri er verulega skattlagður en fyrir utan VSK, eins og allar vörur bera, þá er einnig þrefaldur aukaskattur lagður á bensín. Fyrir það fyrsta er kolefnisgjald lagt á lítrann sem nemur 10,5 kr/L. Bruni bensíns veldur losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verðgildi í nútímaumhverfi þar sem öll ríki hafa sammælst um að minnka losun með bindandi samkomulagi. Mörgum finnst þetta gjald hátt en ef það er sett í samhengi við verð á kolefni á ETS markaði þá ætti það í raun að vera um 25 kr/L. En kolefnisgjald verður aldrei lagt á annað en kolefni þannig að þessi skattur verður áfram bundinn við bruna jarðefnaeldsneytis. Eldsneytisgjöld Á bensín-lítrann eru svo lögð svokölluð bensíngjöld sem einhverra hluta vegna er skipt í tvennt þ.e. almennt bensíngjald 30,5 kr/L og svo sérstakt bensíngjald 48,7 kr/L. Þessi bensíngjöld nema því samanlagt 79,2 kr/L og hafa oft verið nefnd veggjöld í almennri umræðu þó að ríkinu beri í raun engin skylda til að nýta þessa fjármuni í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Þó að markaðar skatttekjur hafi verið aflagðar fyrir löngu þá tengja eðlilega flestir aukaskatta við sértæk verkefni eins og í þessu tilfelli við útgjöld til vegakerfisins. Þar sem rafbílar nota ekki bensín þá sleppur akstur slíkra bíla við þessa skatta en þeir eru auðvitað jafnháðir uppbyggingu vegakerfisins eins og aðrir bílar. Ef stefnan er að bílar borgi nokkuð jafnan hlut fyrir afnot af vegakerfinu þá er þessi gjaldtaka auðvitað bogin og ójöfn. Hafa ber í huga að óháð rafbílum þá er gjaldtakan bjöguð þar sem tveir jafnstórir bílar greiða stundum ójafna eldsneytisskatta af þeirri einföldu ástæðu að annar þeirra getur verið talsvert sparneytnari en hinn. Kílómetragjald Hvernig getum við jafnað leikinn í skatttekjum af umferð? Svarið er einfalt, eins og margir hafa bent á, þ.e. að koma á kílómetragjaldi sem auðvelt væri að innheimta í gegnum bifreiðagjöld. En hversu há eiga þessi gjöld að vera? Með nokkurri einföldun má segja að meðalrauneyðsla bensínfólksbíla sé um 7,5 L/100km. Samanlögð bensíngjöld á hvern kílómeter væri þá um 6 kr/km. 15 þúsund kílómetra akstur ári myndi þá kosta 90 þúsund kr sem hægt væri að rukka í tveimur greiðslum líkt og bifreiðagjöld í dag. Hægt væri að leiðrétta upphæðina miðað við raunakstur við hefðbundna skoðun bifreiða. Bensínlítrinn myndi þá lækka um 79 kr og gjaldtakan færast til en jafnframt jafnast á milli bifreiða. Myndu rafbílar þola slíka gjaldtöku eða færi þeirra rómaði rekstrarsparnaður út um þúfur? Vissulega myndi rekstrarkostnaður rafbíla aukast sem þessu nemur en samt sem áður yrði rafbílinn talsvert ódýrari í rekstri en sambærilegur bensínbíll. Með fullum veggjöldum á rafbíla til jafns við bensínbíla myndi akstur rafbíla ennþá vera talsvert ódýrari. Orkukostnaður bensínbíls sem eyðir 7,5 L/100km er í dag rúmlega 2000 kr fyrir 100 km akstur. Rafbíll í heimahleðslu borgar einungis um 350 kr fyrir 100 km akstur. Ef 6 kr/km væri bætt við rafbílinn þá færi kostnaður við 100 km akstur upp í 950 krónur sem væri samt sem áður rúmlega helmingi minni en hjá bensínbíl. Áfram þarf þó tímabundið að styðja við innkaup á rafbílum enda skynsamleg samfélagsleg fjárfesting fyrir ríkið í meiri orkuöryggi, meiri efnahagsstöðuleika, minni heilsuspillandi mengun og lægri framtíðar loftslagskostnaði. Með kílómetragjaldi skapast líka ýmsir möguleikar til að ná fram fjölbreyttum samfélagsmarkmiðum. Hægt er að auka gjaldið eða lækka fyrir ákveðna hópa eða skilgreind markmið. Til dæmis hvað varðar þyngd og heilsuspillandi mengun ökutækja eða til að lækka kostnað íbúa sem eru háðir mikilli keyrslu vegna búsetu. Mestu skiptir að koma þessu á og bæta síðan kerfið og aðlaga eftir þörfum hvers tíma. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það hefur verið hávær umræða í gangi um breytta gjaldtöku í samgöngum. Annarsvegar hefur umræðan snúist um veggjöld á stærri verkefnum tengt jarðgöngum og brúarsmíði. Hinsvegar hefur umræðan snúist um ójafnvægi í núgildandi gjaldtöku þar sem nýorkubílar eru undanskyldir enda gjaldið tekið í gegnum sölu á bensíni og dísil. Hér verður ekki rætt um möguleg gangna- og brúargjöld enda myndu bifreiðar greiða slík gjöld að jöfnu óháð orkugjafa. Kolefnisgjald Bensínlítri er verulega skattlagður en fyrir utan VSK, eins og allar vörur bera, þá er einnig þrefaldur aukaskattur lagður á bensín. Fyrir það fyrsta er kolefnisgjald lagt á lítrann sem nemur 10,5 kr/L. Bruni bensíns veldur losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verðgildi í nútímaumhverfi þar sem öll ríki hafa sammælst um að minnka losun með bindandi samkomulagi. Mörgum finnst þetta gjald hátt en ef það er sett í samhengi við verð á kolefni á ETS markaði þá ætti það í raun að vera um 25 kr/L. En kolefnisgjald verður aldrei lagt á annað en kolefni þannig að þessi skattur verður áfram bundinn við bruna jarðefnaeldsneytis. Eldsneytisgjöld Á bensín-lítrann eru svo lögð svokölluð bensíngjöld sem einhverra hluta vegna er skipt í tvennt þ.e. almennt bensíngjald 30,5 kr/L og svo sérstakt bensíngjald 48,7 kr/L. Þessi bensíngjöld nema því samanlagt 79,2 kr/L og hafa oft verið nefnd veggjöld í almennri umræðu þó að ríkinu beri í raun engin skylda til að nýta þessa fjármuni í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Þó að markaðar skatttekjur hafi verið aflagðar fyrir löngu þá tengja eðlilega flestir aukaskatta við sértæk verkefni eins og í þessu tilfelli við útgjöld til vegakerfisins. Þar sem rafbílar nota ekki bensín þá sleppur akstur slíkra bíla við þessa skatta en þeir eru auðvitað jafnháðir uppbyggingu vegakerfisins eins og aðrir bílar. Ef stefnan er að bílar borgi nokkuð jafnan hlut fyrir afnot af vegakerfinu þá er þessi gjaldtaka auðvitað bogin og ójöfn. Hafa ber í huga að óháð rafbílum þá er gjaldtakan bjöguð þar sem tveir jafnstórir bílar greiða stundum ójafna eldsneytisskatta af þeirri einföldu ástæðu að annar þeirra getur verið talsvert sparneytnari en hinn. Kílómetragjald Hvernig getum við jafnað leikinn í skatttekjum af umferð? Svarið er einfalt, eins og margir hafa bent á, þ.e. að koma á kílómetragjaldi sem auðvelt væri að innheimta í gegnum bifreiðagjöld. En hversu há eiga þessi gjöld að vera? Með nokkurri einföldun má segja að meðalrauneyðsla bensínfólksbíla sé um 7,5 L/100km. Samanlögð bensíngjöld á hvern kílómeter væri þá um 6 kr/km. 15 þúsund kílómetra akstur ári myndi þá kosta 90 þúsund kr sem hægt væri að rukka í tveimur greiðslum líkt og bifreiðagjöld í dag. Hægt væri að leiðrétta upphæðina miðað við raunakstur við hefðbundna skoðun bifreiða. Bensínlítrinn myndi þá lækka um 79 kr og gjaldtakan færast til en jafnframt jafnast á milli bifreiða. Myndu rafbílar þola slíka gjaldtöku eða færi þeirra rómaði rekstrarsparnaður út um þúfur? Vissulega myndi rekstrarkostnaður rafbíla aukast sem þessu nemur en samt sem áður yrði rafbílinn talsvert ódýrari í rekstri en sambærilegur bensínbíll. Með fullum veggjöldum á rafbíla til jafns við bensínbíla myndi akstur rafbíla ennþá vera talsvert ódýrari. Orkukostnaður bensínbíls sem eyðir 7,5 L/100km er í dag rúmlega 2000 kr fyrir 100 km akstur. Rafbíll í heimahleðslu borgar einungis um 350 kr fyrir 100 km akstur. Ef 6 kr/km væri bætt við rafbílinn þá færi kostnaður við 100 km akstur upp í 950 krónur sem væri samt sem áður rúmlega helmingi minni en hjá bensínbíl. Áfram þarf þó tímabundið að styðja við innkaup á rafbílum enda skynsamleg samfélagsleg fjárfesting fyrir ríkið í meiri orkuöryggi, meiri efnahagsstöðuleika, minni heilsuspillandi mengun og lægri framtíðar loftslagskostnaði. Með kílómetragjaldi skapast líka ýmsir möguleikar til að ná fram fjölbreyttum samfélagsmarkmiðum. Hægt er að auka gjaldið eða lækka fyrir ákveðna hópa eða skilgreind markmið. Til dæmis hvað varðar þyngd og heilsuspillandi mengun ökutækja eða til að lækka kostnað íbúa sem eru háðir mikilli keyrslu vegna búsetu. Mestu skiptir að koma þessu á og bæta síðan kerfið og aðlaga eftir þörfum hvers tíma. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar