Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira