Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf