Enn margir þættir málsins óljósir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 16:25 Frá vettvangi. vísir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. „Rannsókn málsins er í forgangi hjá lögreglunni og er kappkostað að ljúka henni hratt og vel. Allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið,“ segir í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni neðst. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur ekki hefur látið ná í sig frá því að embættið tók við rannsókn morðmálsins á Blönduósi á mánudag. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, er því sá embættismaður sem hefur síðast tjáð sig við fjölmiðla en hann hefur ekki umsjón með rannsókn málsins lengur. Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra rannsakar skotárás á Blönduósi sem varð þann 21.08.2022. Rannsókn málsins er í forgangi hjá lögreglunni og er kappkostað að ljúka henni hratt og vel. Allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið. Markmið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvað átti sér stað umrætt sinn. Lögregla telur sig hafa grófa mynd af því sem gerðist en enn eru margir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. Mikið af upplýsingum um atvik málsins komu fram frá lögreglu á fyrstu stigum og hefur lögregla engu við það að bæta nú. Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi. Rannsóknin mun taka tíma og biður lögregla um skilning á því. Æðsta skylda lögreglu við sakamálarannsóknir er að gæta rannsóknarhagsmuna svo að sakarspjöll verði ekki. Þegar staða rannsóknarinnar gefur tilefni til verða frekari upplýsingar veittar en málið er alvarlegt og á viðkvæmu stigi og getur lögregla því ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
„Rannsókn málsins er í forgangi hjá lögreglunni og er kappkostað að ljúka henni hratt og vel. Allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið,“ segir í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni neðst. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur ekki hefur látið ná í sig frá því að embættið tók við rannsókn morðmálsins á Blönduósi á mánudag. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, er því sá embættismaður sem hefur síðast tjáð sig við fjölmiðla en hann hefur ekki umsjón með rannsókn málsins lengur. Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra rannsakar skotárás á Blönduósi sem varð þann 21.08.2022. Rannsókn málsins er í forgangi hjá lögreglunni og er kappkostað að ljúka henni hratt og vel. Allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið. Markmið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvað átti sér stað umrætt sinn. Lögregla telur sig hafa grófa mynd af því sem gerðist en enn eru margir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. Mikið af upplýsingum um atvik málsins komu fram frá lögreglu á fyrstu stigum og hefur lögregla engu við það að bæta nú. Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi. Rannsóknin mun taka tíma og biður lögregla um skilning á því. Æðsta skylda lögreglu við sakamálarannsóknir er að gæta rannsóknarhagsmuna svo að sakarspjöll verði ekki. Þegar staða rannsóknarinnar gefur tilefni til verða frekari upplýsingar veittar en málið er alvarlegt og á viðkvæmu stigi og getur lögregla því ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra rannsakar skotárás á Blönduósi sem varð þann 21.08.2022. Rannsókn málsins er í forgangi hjá lögreglunni og er kappkostað að ljúka henni hratt og vel. Allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið. Markmið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvað átti sér stað umrætt sinn. Lögregla telur sig hafa grófa mynd af því sem gerðist en enn eru margir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. Mikið af upplýsingum um atvik málsins komu fram frá lögreglu á fyrstu stigum og hefur lögregla engu við það að bæta nú. Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi. Rannsóknin mun taka tíma og biður lögregla um skilning á því. Æðsta skylda lögreglu við sakamálarannsóknir er að gæta rannsóknarhagsmuna svo að sakarspjöll verði ekki. Þegar staða rannsóknarinnar gefur tilefni til verða frekari upplýsingar veittar en málið er alvarlegt og á viðkvæmu stigi og getur lögregla því ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10
Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57