„Held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 12:01 Ásmundur er spenntur fyrir leik morgundagsins og telur pressuna vera jafnt á báðum liðum. Vísir/Hulda Margrét „Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag. „Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00