Fótbolti

Juventus staðfestir félagaskipti Milik

Atli Arason skrifar
Milik mun klæðast treyju Juventus, a.m.k. þetta leiktímabil.
Milik mun klæðast treyju Juventus, a.m.k. þetta leiktímabil. Getty Images

Arkadiusz Milik er formlega orðinn leikmaður Juventus en hann kemur til ítalska liðsins frá Marseille á lánssamningi.

Juventus greiðir tvær milljónir evra fyrir lánssamninginn en hefur möguleika að kaupa leikmanninn alfarið fyrir sjö milljónir. Ásamt kaupverðinu eru árangurstengdar greiðslur upp á tvær milljónir. Félagaskiptin í heild gætu því kostað Juventus allt að 11 milljónum evra, samkvæmt ESPN.

Milik var búinn að vera hjá Marseille síðan í janúar 2021 en þar áður var hann hjá Napoli í tæp fimm ár. Milik er því vel kunnugur í ítölsku úrvalsdeildinni en hann hefur leikið 93 leiki í Seríu-A og skorað í þeim 38 mörk

Hjá Marseille var hann markahæstur í öllum keppnum sem liðið tók þátt í á síðasta leiktímabili.  

„Framherji sem hefur framúrskarandi líkamlegan styrk og er mjög öflugur í loftinu sem gerir hann virkilega hættulegan inn í vítateignum. Milik er leikmaður með mikið markanef, tölfræði hans styður þá kenningu,“ segir í tilkynningu Juventus við komu leikmannsins.

Juventus er þó ekki hætt á leikmanna markaðinum en samkvæmt félagaskipta sérfræðingnum Fabrizio Romano er Leandro Paredes, leikmaður PSG, næstur á óskalista Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×