Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 20:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosir til Egils Levits, forseta Lettlands. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar. Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“ Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“
Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42
Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08
Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30