Innlent

Segir manneklu í leikskólunum stærsta vandamálið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Vísir/Vilhelm

Það er fyrst og fremst mannekla sem veldur því að ekki er hægt að bjóða fleiri börnum leikskólapláss en raun ber vitni. 

Þetta segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Að sögn Árelíu bendir allt til þess að hægt verði að opna Ævintýraborg við Nauthólsveg á næstu vikum.

Árelía segist ekki telja að lausnin sé að stytta nám leikskólakennara; bera verði virðingu fyrir þeim sem fagstétt. 

Þá bendir hún á að umsækjendum í námið hafi fjölgað. Mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina og leita annarra lausna, til að mynda að breyta fæðingarorlofskerfinu og auka stuðning við dagmæðrakerfið. Þá þurfi atvinnulífið að koma til móts við foreldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×