Nýliðarnir hvergi nærri hættir á leikmannamarkaðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 13:30 Jesse Lingard er einn þeirra leikmaður sem Forest hefur sótt í sumar. EPA-EFE/PETER POWELL Nottingham Forest eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það má með sanni segja að liðið ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur samið við 18 leikmenn til þessa og styttist í að sá nítjándi verði tilkynntur. Liðið brást við tapinu gegn Tottenham Hotspur á sunnudag með því að sækja tvo leikmenn á láni. Þeir tveir þýða að liðið hefur þá alls samið við nítján leikmenn síðan síðustu leiktíð lauk. Vissulega eru margir á lánssamningi en sjaldan – ef einhvern tímann - hefur eitt lið sótt jafna marga leikmenn í einum og sama glugga. Þá er liðið ekki hætt á markaðnum en talið er að Forest gæti brotið 20 leikmanna múrinn. nottingham forest s new signings arrriving at the city ground pic.twitter.com/dgzmDqeM22— Jonathan Liew (@jonathanliew) August 28, 2022 Það er oft talað um að knattspyrnulið þurfi að sækja tvo til þrjá leikmenn hvert sumar til að „stuða“ leikmannahópinn til að halda mönnum á tánum. Forest tók það heldur betur til sín og sótt nærri tvö ný byrjunarlið. Nýjustu viðbæturnar eru vinstri bakvörðurinn Renan Lodi en hann kemur á láni frá Atlético Madríd. Miðvörðurinn Willy Boly kemur einnig á láni en hann hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni með Úlfunum undanfarin misseri. #BemVindoLodi pic.twitter.com/yVB3HRsA4V— Nottingham Forest FC (@NFFC) August 29, 2022 Stærsta spurningin er hversu lengi Steve Cooper, þjálfari Forest, verður að búa til liðsheild úr þessu samansafni leikmanna en oft tekur það menn nokkrar vikur eða mánuði til að smella saman. Það er tími sem Forest hefur ekki en liðið er sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Hér að neðan má sjá alla þá leikmenn sem Nottingham hefur sótt í sumar. Nafn - Staða - Kaup/Lán 1. Morgan Gibbs-White - Miðjumaður - Keyptur frá Wolves 2. Taiwo Awoniyi - Framherji - Keyptur frá Union Berlín 3. Neco Williams - Bakvörður - Keyptur frá Liverpool 4. Emmanuel Dennis - Framherji - Keyptur frá Watford 5. Orel Mangala - Miðjumaður - Keyptur frá Stuttgart 6. Moussa Niakhaté - Miðvörður - Keyptur frá Mainz 05 7. Guilian Biancone - Bakvörður - Keyptur frá Troyes 8. Lewis O'Brien - Miðjumaður - Keyptur frá Huddersfield Town 9. Omar Richards - Bakvörður - Keyptur frá Bayern München 10. Remo Freuler - Miðjumaður - Keyptur frá Atalanta 11. Renan Lodi - Bakvörður - Á láni frá Atlético Madríd 12. Ui-jo Hwang - Framherji - Keyptur frá Bordeaux 13. Harry Toffolo - Bakvörður - Keyptur Frá Huddersfield Town 14. Brandon Aguilera - Miðjumaður - Keyptur frá LD Alajuelense 15. Jesse Lingard - Miðjumaður - Á frjálsri sölu frá Manchester United 16. Cheikhou Kouyaté - Miðjumaður - Á frjálsi sölu frá Crystal Palace 17. Dean Henderson - Markmaður - Á láni frá Manchester United 18. Wayne Hennessey - Markmaður - Á frjálsri sölu frá Burnley Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Liðið brást við tapinu gegn Tottenham Hotspur á sunnudag með því að sækja tvo leikmenn á láni. Þeir tveir þýða að liðið hefur þá alls samið við nítján leikmenn síðan síðustu leiktíð lauk. Vissulega eru margir á lánssamningi en sjaldan – ef einhvern tímann - hefur eitt lið sótt jafna marga leikmenn í einum og sama glugga. Þá er liðið ekki hætt á markaðnum en talið er að Forest gæti brotið 20 leikmanna múrinn. nottingham forest s new signings arrriving at the city ground pic.twitter.com/dgzmDqeM22— Jonathan Liew (@jonathanliew) August 28, 2022 Það er oft talað um að knattspyrnulið þurfi að sækja tvo til þrjá leikmenn hvert sumar til að „stuða“ leikmannahópinn til að halda mönnum á tánum. Forest tók það heldur betur til sín og sótt nærri tvö ný byrjunarlið. Nýjustu viðbæturnar eru vinstri bakvörðurinn Renan Lodi en hann kemur á láni frá Atlético Madríd. Miðvörðurinn Willy Boly kemur einnig á láni en hann hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni með Úlfunum undanfarin misseri. #BemVindoLodi pic.twitter.com/yVB3HRsA4V— Nottingham Forest FC (@NFFC) August 29, 2022 Stærsta spurningin er hversu lengi Steve Cooper, þjálfari Forest, verður að búa til liðsheild úr þessu samansafni leikmanna en oft tekur það menn nokkrar vikur eða mánuði til að smella saman. Það er tími sem Forest hefur ekki en liðið er sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Hér að neðan má sjá alla þá leikmenn sem Nottingham hefur sótt í sumar. Nafn - Staða - Kaup/Lán 1. Morgan Gibbs-White - Miðjumaður - Keyptur frá Wolves 2. Taiwo Awoniyi - Framherji - Keyptur frá Union Berlín 3. Neco Williams - Bakvörður - Keyptur frá Liverpool 4. Emmanuel Dennis - Framherji - Keyptur frá Watford 5. Orel Mangala - Miðjumaður - Keyptur frá Stuttgart 6. Moussa Niakhaté - Miðvörður - Keyptur frá Mainz 05 7. Guilian Biancone - Bakvörður - Keyptur frá Troyes 8. Lewis O'Brien - Miðjumaður - Keyptur frá Huddersfield Town 9. Omar Richards - Bakvörður - Keyptur frá Bayern München 10. Remo Freuler - Miðjumaður - Keyptur frá Atalanta 11. Renan Lodi - Bakvörður - Á láni frá Atlético Madríd 12. Ui-jo Hwang - Framherji - Keyptur frá Bordeaux 13. Harry Toffolo - Bakvörður - Keyptur Frá Huddersfield Town 14. Brandon Aguilera - Miðjumaður - Keyptur frá LD Alajuelense 15. Jesse Lingard - Miðjumaður - Á frjálsri sölu frá Manchester United 16. Cheikhou Kouyaté - Miðjumaður - Á frjálsi sölu frá Crystal Palace 17. Dean Henderson - Markmaður - Á láni frá Manchester United 18. Wayne Hennessey - Markmaður - Á frjálsri sölu frá Burnley
Nafn - Staða - Kaup/Lán 1. Morgan Gibbs-White - Miðjumaður - Keyptur frá Wolves 2. Taiwo Awoniyi - Framherji - Keyptur frá Union Berlín 3. Neco Williams - Bakvörður - Keyptur frá Liverpool 4. Emmanuel Dennis - Framherji - Keyptur frá Watford 5. Orel Mangala - Miðjumaður - Keyptur frá Stuttgart 6. Moussa Niakhaté - Miðvörður - Keyptur frá Mainz 05 7. Guilian Biancone - Bakvörður - Keyptur frá Troyes 8. Lewis O'Brien - Miðjumaður - Keyptur frá Huddersfield Town 9. Omar Richards - Bakvörður - Keyptur frá Bayern München 10. Remo Freuler - Miðjumaður - Keyptur frá Atalanta 11. Renan Lodi - Bakvörður - Á láni frá Atlético Madríd 12. Ui-jo Hwang - Framherji - Keyptur frá Bordeaux 13. Harry Toffolo - Bakvörður - Keyptur Frá Huddersfield Town 14. Brandon Aguilera - Miðjumaður - Keyptur frá LD Alajuelense 15. Jesse Lingard - Miðjumaður - Á frjálsri sölu frá Manchester United 16. Cheikhou Kouyaté - Miðjumaður - Á frjálsi sölu frá Crystal Palace 17. Dean Henderson - Markmaður - Á láni frá Manchester United 18. Wayne Hennessey - Markmaður - Á frjálsri sölu frá Burnley
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira