Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 11:50 Þótt Úkraínumenn sæki nú fram í suðurhluta Úkraínu gera Rússar enn stöðugar árásir í austurhluta landsins. Hér má sjá konur leita skjóls í kjallara undan stöðugum eldflaugaárásum Rússa á bæinn Sloviansk skammt frá borginni Kramatorsk í Donetsk héraði. AP//Leo Correa Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17
Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17