Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2022 20:46 Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn. EPA/Alejandro Bringas Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. Gorbatsjov fæddist í Privolnoye í mars árið 1931. Bærinn tilheyrir í dag Rússlandi en tilheyrði þá Sovétríkjunum. Hann varð meðlimur Kommúnistaflokksins í landinu árið 1950, þá nítján ára háskólanemi, en á þeim tíma lærði hann lögfræði við Háskólann í Moskvu. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Flokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn í Sovétríkjunum á þessum tíma og Gorbatsjov þar með orðinn leiðtogi landsins. Fundaði í Höfða Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Fundurinn er einn sá þekktasti í sögunni en lítið kom upp úr honum. Leiðtogarnir komust ansi nálægt því að útiloka notkun kjarnorkuvopna í stríðinu en tókst ekki að semja um það í Reykjavík. Frá vinstri: Raissa Gorbatsjov, Míkhaíl Gorbatsjov og Vigdís Finnbogadóttir í Höfða árið 1986.Getty/Martin Athenstädt Kalda stríðinu lauk árið 1991 þegar Sovétríkin féllu en árið áður hafði Gorbatsjov fengið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlutverk sitt í að bæta samskipti vestursins og austursins. Mikil gagnrýni á flokkinn Gorbatsjov reyndi að breyta stefnu Kommúnistaflokksins með glasnost (opnun) og perestrojka (endurskipulagningu). Til að mynda var tjáningarfrelsi aukið í landinu á valdatíma hans en því fylgdi mikil gagnrýni á Kommúnistaflokkinn og Sovétríkin í heild sinni. Þessi stefna hans leiddi einnig til þess að íbúar Eystrasaltsríkjanna urðu djarfari í baráttu sinni um sjálfstæði. Gorbatsjov var síðasti leiðtogi Sovétríkjanna en árið 1991 féllu þau en fjöldi þjóða hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá ríkjunum. Gorbatsjov reyndi sitt besta við að halda ríkjunum saman áður en það gekk ekki. Þeir Rússar sem syrgja Sovétríkin hafa ávallt gagnrýnt Gorbatsjov fyrir þann óróa sem hann skapaði með þessum stefnum sínum. Gorbatsjov lést í dag á sjúkrahúsi í Moskvu en hann hafði dvalið þar um nokkra stund vegna veikinda. Ekki hefur verið greint nánar frá veikindum hans hingað til. Andlát Kalda stríðið Rússland Sovétríkin Leiðtogafundurinn í Höfða Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Gorbatsjov fæddist í Privolnoye í mars árið 1931. Bærinn tilheyrir í dag Rússlandi en tilheyrði þá Sovétríkjunum. Hann varð meðlimur Kommúnistaflokksins í landinu árið 1950, þá nítján ára háskólanemi, en á þeim tíma lærði hann lögfræði við Háskólann í Moskvu. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Flokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn í Sovétríkjunum á þessum tíma og Gorbatsjov þar með orðinn leiðtogi landsins. Fundaði í Höfða Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Fundurinn er einn sá þekktasti í sögunni en lítið kom upp úr honum. Leiðtogarnir komust ansi nálægt því að útiloka notkun kjarnorkuvopna í stríðinu en tókst ekki að semja um það í Reykjavík. Frá vinstri: Raissa Gorbatsjov, Míkhaíl Gorbatsjov og Vigdís Finnbogadóttir í Höfða árið 1986.Getty/Martin Athenstädt Kalda stríðinu lauk árið 1991 þegar Sovétríkin féllu en árið áður hafði Gorbatsjov fengið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlutverk sitt í að bæta samskipti vestursins og austursins. Mikil gagnrýni á flokkinn Gorbatsjov reyndi að breyta stefnu Kommúnistaflokksins með glasnost (opnun) og perestrojka (endurskipulagningu). Til að mynda var tjáningarfrelsi aukið í landinu á valdatíma hans en því fylgdi mikil gagnrýni á Kommúnistaflokkinn og Sovétríkin í heild sinni. Þessi stefna hans leiddi einnig til þess að íbúar Eystrasaltsríkjanna urðu djarfari í baráttu sinni um sjálfstæði. Gorbatsjov var síðasti leiðtogi Sovétríkjanna en árið 1991 féllu þau en fjöldi þjóða hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá ríkjunum. Gorbatsjov reyndi sitt besta við að halda ríkjunum saman áður en það gekk ekki. Þeir Rússar sem syrgja Sovétríkin hafa ávallt gagnrýnt Gorbatsjov fyrir þann óróa sem hann skapaði með þessum stefnum sínum. Gorbatsjov lést í dag á sjúkrahúsi í Moskvu en hann hafði dvalið þar um nokkra stund vegna veikinda. Ekki hefur verið greint nánar frá veikindum hans hingað til.
Andlát Kalda stríðið Rússland Sovétríkin Leiðtogafundurinn í Höfða Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15
RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00