Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2022 10:00 Gengi Aftureldingar ræðst að miklu leyti á frammistöðu Blæs Hinrikssonar. vísir/vilhelm Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Mosfellingar fari því upp um tvö sæti milli ára. Síðasta tímabil lofaði svo góðu fyrir Aftureldingu en endaði á versta mögulega hátt. Mosfellingar töpuðu fjölmörgum jöfnum leikjum og smám saman gufaði allt sjálfstraust upp hjá liðinu. Eftir því sem á tímabilið leið varð staðan alltaf verri og verri og á endanum varð 9. sætið niðurstaðan eftir tap fyrir Fram í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferðinni. Mosfellingar voru því ekki á meðal átta bestu liða landsins í fyrsta sinn síðan þeir komu upp í Olís-deildina 2014. Meiðsladraugurinn hefur verið með lögheimili að Varmá undanfarin ár og hrakfarirnar sem leikmenn Aftureldingar hafa lent í eru efni í heila bók. Sem fyrr er meiðslastaðan stóra spurningarmerkið fyrir tímabilið hjá Aftureldingu. Með alla heila geta Mosfellingar stillt upp öflugu byrjunarliði en breiddin er lítil og Afturelding mátti ekki við því að missa Svein Andra Sveinsson. Hann fór til þýska B-deildarliðsins Rostock við takmarkaða ánægju Gunnars Magnússonar sem er að hefja sitt þriðja tímabil með Aftureldingu. Markvarsla Aftureldingar á síðasta tímabili var slök en menn þar á bæ vonast til að hinn þrautreyndi Jovan Kukobat hjálpi til í þeim efnum. Pétur Júníusson kom einnig frá Víkingi og Böðvar Páll Ásgeirsson og Sveinn Aron Sveinsson tóku einnig fram skóna. Ekki vantar reynsluna hjá þessum köppum en spurning hversu mikið er til á tankinum. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2021-22: 9. sæti 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti Lykilmaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson ætti að öllu eðlilegu að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar.vísir/daníel Eftir frábært tímabil með KA 2020-21, þar sem hann var markakóngur og valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar, sneri Árni Bragi Eyjólfsson aftur í Mosfellsbæinn fyrir síðasta tímabil. Ekkert var upp á hann að klaga en í fimmtán deildarleikjum skoraði Árni Bragi 5,3 mörk að meðaltali. En hann fór úr axlarlið í lok febrúar og sneri ekki aftur fyrr en í lokaumferðinni. Árni Bragi hefur hingað til á ferlinum sloppið nokkuð vel við meiðsli, sérstaklega miðað við sveitunga sína, og stuðningsmenn Aftureldingar vonast til að hann komi endurnærður til leiks í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Pétur Júníusson frá Víkingi Jovan Kukobat frá Víkingi Sveinn Aron Sveinsson byrjaður aftur Böðvar Páll Ásgeirsson byrjaður aftur Farnir: Andri Sigmarsson Scheving í nám erlendis Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings Þrándur Gíslason hættur Sveinn Andri Sveinsson til Rostock (Þýskalandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Markvarslan var hausverkur hjá Aftureldingu á síðasta tímabili en Bergsveinn Bergsveinsson gæti verið íbúfenið við honum. Hann varði mark Aftureldingar á gullaldarárum liðsins í kringum aldamótin. Bergsveinn var meðal annars aðalmörkvörður Mosfellinga þegar þeir unnu þrefalt tímabilið 1998-99. Hann varð einnig deildarmeistari með liðinu 2000. Olís-deild karla Afturelding Mosfellsbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Mosfellingar fari því upp um tvö sæti milli ára. Síðasta tímabil lofaði svo góðu fyrir Aftureldingu en endaði á versta mögulega hátt. Mosfellingar töpuðu fjölmörgum jöfnum leikjum og smám saman gufaði allt sjálfstraust upp hjá liðinu. Eftir því sem á tímabilið leið varð staðan alltaf verri og verri og á endanum varð 9. sætið niðurstaðan eftir tap fyrir Fram í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferðinni. Mosfellingar voru því ekki á meðal átta bestu liða landsins í fyrsta sinn síðan þeir komu upp í Olís-deildina 2014. Meiðsladraugurinn hefur verið með lögheimili að Varmá undanfarin ár og hrakfarirnar sem leikmenn Aftureldingar hafa lent í eru efni í heila bók. Sem fyrr er meiðslastaðan stóra spurningarmerkið fyrir tímabilið hjá Aftureldingu. Með alla heila geta Mosfellingar stillt upp öflugu byrjunarliði en breiddin er lítil og Afturelding mátti ekki við því að missa Svein Andra Sveinsson. Hann fór til þýska B-deildarliðsins Rostock við takmarkaða ánægju Gunnars Magnússonar sem er að hefja sitt þriðja tímabil með Aftureldingu. Markvarsla Aftureldingar á síðasta tímabili var slök en menn þar á bæ vonast til að hinn þrautreyndi Jovan Kukobat hjálpi til í þeim efnum. Pétur Júníusson kom einnig frá Víkingi og Böðvar Páll Ásgeirsson og Sveinn Aron Sveinsson tóku einnig fram skóna. Ekki vantar reynsluna hjá þessum köppum en spurning hversu mikið er til á tankinum. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2021-22: 9. sæti 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti Lykilmaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson ætti að öllu eðlilegu að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar.vísir/daníel Eftir frábært tímabil með KA 2020-21, þar sem hann var markakóngur og valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar, sneri Árni Bragi Eyjólfsson aftur í Mosfellsbæinn fyrir síðasta tímabil. Ekkert var upp á hann að klaga en í fimmtán deildarleikjum skoraði Árni Bragi 5,3 mörk að meðaltali. En hann fór úr axlarlið í lok febrúar og sneri ekki aftur fyrr en í lokaumferðinni. Árni Bragi hefur hingað til á ferlinum sloppið nokkuð vel við meiðsli, sérstaklega miðað við sveitunga sína, og stuðningsmenn Aftureldingar vonast til að hann komi endurnærður til leiks í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Pétur Júníusson frá Víkingi Jovan Kukobat frá Víkingi Sveinn Aron Sveinsson byrjaður aftur Böðvar Páll Ásgeirsson byrjaður aftur Farnir: Andri Sigmarsson Scheving í nám erlendis Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings Þrándur Gíslason hættur Sveinn Andri Sveinsson til Rostock (Þýskalandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Markvarslan var hausverkur hjá Aftureldingu á síðasta tímabili en Bergsveinn Bergsveinsson gæti verið íbúfenið við honum. Hann varði mark Aftureldingar á gullaldarárum liðsins í kringum aldamótin. Bergsveinn var meðal annars aðalmörkvörður Mosfellinga þegar þeir unnu þrefalt tímabilið 1998-99. Hann varð einnig deildarmeistari með liðinu 2000.
2021-22: 9. sæti 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti
Komnir: Pétur Júníusson frá Víkingi Jovan Kukobat frá Víkingi Sveinn Aron Sveinsson byrjaður aftur Böðvar Páll Ásgeirsson byrjaður aftur Farnir: Andri Sigmarsson Scheving í nám erlendis Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings Þrándur Gíslason hættur Sveinn Andri Sveinsson til Rostock (Þýskalandi) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Afturelding Mosfellsbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00