Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 06:49 Ráðherra og aðstoðarmaður í fosætisráðuneytinu hafa verið sakaðir um kynferðisofbeldi. Getty/Victoria Jones Ekki var brugðist við ásökunum gegn ráðherra og aðstoðarmanni í ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þegar þeir voru sakaðir um kynferðisofbeldi á kjörtímabilinu. Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum. Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum.
Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21