Enski boltinn

Leikmanni Leeds var boðið í Love Island: „Hann yrði kosinn út á fyrsta degi“

Valur Páll Eiríksson skrifar
James og Ayling (fyrir miðju) hafa litla trú á að Patrick Bamford (t.v.) myndi gera það gott í Love Island.
James og Ayling (fyrir miðju) hafa litla trú á að Patrick Bamford (t.v.) myndi gera það gott í Love Island. Isaac Parkin/PA Images via Getty Images

Liðsfélagarnir Luke Ayling og Daniel James, leikmenn Leeds, sjá Patrick Bamford framherja félagsins ekki fyrir sér sem Love Island stjörnu. Bamford var beðinn um að koma í þáttinn.

Þeir félagar fóru sem liðsfélagar í spurningakeppni á vegum Sky Sports, sem er rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar á Englandi, í vikunni. James er að vísu ekki lengur í leikmannahópi Leeds þar sem hann fór á lán til Fulham á lokadegi félagsskiptagluggans í gær.

Þar voru þeim gefnar vísbendingar um ákveðna leikmenn í Leeds-liðinu og áttu að giska á við hvern átti. Í einni vísbendingunni var vísað til leikmanns Leeds sem var beðinn um að taka þátt í bresku raunveruleikaþáttunum Love Island.

Þeir félagar stóðu á gati og höfðu ekki hugmynd um við hvern átti. Síðar kom í ljós að umræddur maður er framherjinn Patrick Bamford.

„Var honum boðið að fara í Love Island?“ sagði Ayling þá, furðu lostinn. Þáttastjórnandi spurði félagana í kjölfarið hvort þeir félagar vildu sjá Bamford þar.

„Það yrði ekkert grín í kringum hann (e. zero banter),“ sagði James. „Hann yrði kosinn út á fyrsta degi, hann ætti engan séns,“ bætti Ayling við.

Aðspurður hvort hann myndi horfa á Bamford í þættinum sagði James: „Nei, ég myndi slökkva strax á því,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×