Hvernig risajeppinn komst í kaldan faðm Norður-Íshafsins og aftur burt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2022 07:00 Bíllinn fór frá því að vera í fullu fjöru á ísnum yfir í það að liggja á hafsbotninum þangað til að hann var fluttur burt með þyrlu. Arctic Trucks Það reyndist þrautin þyngri fyrir íslenska sérfræðinga Arctic Trucks að bjarga Ford F-150 jeppa sem fór niður um ísinn í Norður-Íshafi í könnunarleiðangri fyrir umfangsmikið ferðalag svissneskra samtaka sem ætla sér að keyra á báða póla jarðar. Covid-19, innrás Rússa í Úkraínu og flökkusögur um að gríðarlegt magn eldsneytis hafi farið niður með bílnum auðvelduðu ekki verkið. Björgunin tókst hins vegar vonum framar. Greint var frá því á Vísi á dögunum að tekist hafði að koma bílnum á þurrt land eftir um hálfs árs veru í ísköldu Norður-Íshafi. Í frétt Vísis var rakið hvernig bíllinn fór niður um ísinn og hvernig staðið var að björgunaraðgerðum. Bíllinn fór niður um ísinn hátt uppi á Norðurslóðum Kanada. Bílnum var svo bjargað úr hafinu í umfangsmiklum aðgerðum í síðasta mánuði. Einn af þeim sem kom að leiðangrinum, bæði upprunalega jeppaleiðangrinum í mars, sem og björgunaraðgerðum í ágúst er Emil Grímsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks. En hvaða leiðangur var þetta? „Í febrúar 2019 eru aðilar í Sviss sem hafa samband við mig og ræða við mig um hugmyndir um hvernig þeir geti komist í kringum heiminn, með viðkomu á Norður og Suðurpól,“ segir Emil í samtali við Vísi. Umræddir aðilar eru í forsvari fyrir samtökin Transglobal Car. Á vef þeirra má sjá að ætlun þeirra er ævintýralegur leiðangur á báða póla heimsins sem hefjast á innan skamms. Ætlunin er að keyra um 32 lönd um það bil 55 þúsund kílómetra á tæpum tveimur árum. Aðalmarkmiðið er að komast á bæði Norður- og Suðurpólinn. Leiðangurinn er afar metnaðarfullur eins og sjá má á þessu leiðarkorti. Rauðu línurnar tákna þá leið sem á að keyra. Þar sem markmiðið er að keyra sem mest lá beinast við að ræða við íslenska fyrirtækið Arctic Trucks. Fá fyrirtæki hafa meiri reynslu af akstri á þessum slóðum. Félagið hefur lengi verið við störf á Suðurpólnum og kom einnig að frægri ferð breska sjónvarpsþáttarins Top Gear á segulpól Norðurskautsins. „Arctic Trucks fær fljótlega það hlutverk að bera ábyrgð hvernig bílar eru notaðir hvar. Við berum ábyrgð á því að skipuleggja Norðurskautið og Suðurskautið,“ segir Emil. Hiluxinn reynst vel en Fordinn þægilegri fyrir leiðangurinn af ýmsum ástæðum Fyrirtækið er helst þekkt fyrir að breytingar á Toyota-jeppum, þá helst Toyota Hilux. Í þetta sinn var hins vegar ákveðið að notast við Ford F-150 jeppa. Talið var að hann hentaði betur við krefjandi aðstæður og mikla keyrslu. „Hiluxinn hefur reynst okkur mjög vel en þegar menn að sitja í öllum herklæðum þá er hann rosalega þröngur. Þar af leiðandi fórum við að leita að hvað gæti komið til greina, eitthvað sem býður upp á meira pláss en heldur „konseptinu“ sem við höfum verið að nota,“ segir Emil. Á leið á vettvang. Emil Grímsson, fyrir miðju, er hér með leiðangursmönnum.Arctic Trucks Fyrir utan það að útvega bíla fékk Arctic Trucks einnig það hlutverk að kanna leiðaval og útfærslu á því á bæði Norður- og Suðurskautinu. Segir Emil að þar sem starfsmenn Arctic Trucks þekki Suðurskautið nokkuð vel hafi gengið ágætlega að sýna fram á að hægt væri að uppfylla óskir leiðangursmanna. Reynslan af Norðurslóðum var þó takmarkaðari. „Getum við komist frá vegakerfi Bandaríkjanna eða Kanada, inn á Norður-Íshafið?,“ segir Emil að verkefnið hafi verið fyrir Norðurpóls-hluta leiðarinnar. Eftir mikla yfirlegu sáu menn að mögulega væri hægt að fara yfir ísinn til Resolute, hátt á Norðurslóðum. Könnunarleiðangur til að kanna hvort þetta væri yfir höfuð hægt Til þess að kanna hvort að þetta væri yfir höfuð mögulegt var ákveðið að fara í könnunarleiðangur og keyra leiðina sem Emil og félagar í samvinnu við ýmsa sérfræðinga töldu vænlega. Bíllinn í fulli fjöru, áður en að hann fór niður ísinn.Arctic Trucks Tveir Íslendingar voru með í för. Eyjólfur Teitsson og Torfi Birkir Jóhannsson. Að auki voru leiðangursmenn frá Bandaríkjunum og Kanada, auk nokkurra Rússa, en einnig Úkraínumanna. Covid-19 setti að einhverju leyti strik í reikninginn þar sem framvísa þurfti ýmsum pappírum og vottorðum. Sem fyrr segir var farið af stað í mars. Covid-faraldurinn hafði þá staðið í um tvö ár og sum svæði sem ferðast átti um höfðu verið lokuð eða með takmarkaðri þjónustu, vegna faraldursins. Tímabundin togstreita vegna innrásar Rússa í Úkraínu Að auki hjálpaði innrás Rússa í Úkrainu ekki til en hún hófst um það leyti sem leiðangurinn var að fara að leggja af stað. Segir Emil að ákveðin togstreita hafi myndast á milli Rússana í hópnum og Úkraínumanna, sem gefur að skilja. Emil segir þó að fljótlega hafi menn áttað sig á því að ekki væri hægt að standa í einhverjum deilum á milli leiðangursmanna í miðjum leiðangri á norðurhjara veraldar. „Það var bara mjög fljótt sem menn náðu fókus og svo var þetta ekkert rætt. Við erum bara í leiðangri, við erum vinir, við erum í leiðangri og við þurfum að láta þetta ganga upp,“ segir Emil að viðhorfið hafi verið. Þá hafi ytri aðstæður á Norðurslóðum hjálpað til. „Það eru lélegar tengingar við umheiminn og náttúruöflin erfið, það er ekki tími til að hugsa um þetta.“ Leiðin sem farin var er rauðmerkt. Guli punkturinn táknar staðinn þar sem bíllinn fór í hafið.Arctic Trucks. Leiðangurinn gekk vel og tókst leiðangursmönnum að keyra á Ford F150 jeppum og fjórum svokölluðum flotbílum á áfangastað, sem sjá má á kortinu hér að ofan. Ákveðið var að skilja flotbílana eftir fyrir alvöru leiðangurinn og halda af stað á Ford-jeppunum til baka. Það var á leiðinni til baka þegar ógæfan skall yfir. Versta martröð þeirra sem eru að ferðast á bíl á ís. „Þeir voru búnir að eyða tíu tímum að fara þá leið til baka,“ segir Emil. „Það er komið myrkur og menn við það að fara að stoppa og sofa.“ „Kerran er þung og bíllinn með kerruna er á undan. Hann virðist brjóta ísinn, búa til svona smá skaða í ísinn sem að veldur því að bíllinn sem kemur á eftir, að ísinn brotnar. Afturdekkið fer niður. Ísinn grípur bílinn og bíllinn fer niður,“ segir Emil. Rökhugsaði sig í gegnum aðstæðurnar Eins og kom fram í frétt Vísis í síðustu viku kallaði Torfi Birkir í talstöðina: „Við erum að fara niður.“ Emil segir að til séu ákveðnar aðgerðaráætlanir í þessari stöðu. Emil segir að Torfi Birkir hafi í þessari stöðu sýnt ótrúlega yfirvegun og mikinn hugsunarhraða. Svæðið það sem bíllinn fór niður.Arctic Trucks „Svo má bara segja það að Torfi Birkir, hann bregst bara mjög hratt við. Rökhugsaði sig alla leiðina út,“ segir Emil. „Hann fattar strax að hann sé að fara niður og kallar á bíllinn fyrir framan, varar hann við,“ segir Emil. Lykilatriði enda leiðangursmenn í afar vondri stöðu ef báðir bílar færu niður. Því næst öskraði hann á farþega bílsins að koma sér út. „Svo hljóp Torfi bara á eftir honum. Stendur þarna á sokkunum, nærbuxunum eiginlega,“ segir Emil. Á ísbreiðu Norður-Íshafsins. Fórnaði vegabréfinu fyrir svefnpoka og föt Emil bendir á að ýmsir persónulegir munir Torfa hafi verið í bílnum sem var á þessum tímapunkti að á leiðinni niður í ískaldan faðm hafsins. „Harðir diskar, vegabréfið, Covid-19 ferðapappírar,“ segir Emil. Torfi ákvað þess í stað að einbeita sér að búnaði á toppi bílsins, búnaði sem hefði reynst lífsnauðsynlegur hefði hinn bíllinn einnig farið niður. Torfi Birkir Jóhannsson með vegabréfið sitt sem var í bílnum sem dregin var á flot.Arctic Trucks „Uppi á þakinu eru svefnpokar og föt, vetrarfatnaður og fleira. Hafandi mjög skamman tíma þá sleppir hann því að fara inn í bílinn og fer upp á þakið og rífur út búnað til að geta lifað af. Ef að hinn bíllinn hefði líka farið,“ segir Emil. Við þetta má bæta að báðar byssurnar sem voru með í för fóru einnig niður með bílnum. Byssurnar voru ætlaðar sem vernd gegn ísbjörnum. „Þannig að þeir höfðu skóflu gegn ísbjörnunum“, segir Emil og bætir við að það sé hægt að hlæja að því núna. Byssurnar tvær sem voru haldreipi leiðangursmanna gegn ísbjörnum.Arctic Trucks „Hinn bíllinn stoppar á mjög skynsamlegum stað. Lýsir upp svæðið og þeir rífa viðlegubúnað sem er á þeim bíl af bílnum, koma honum fyrir á ísnum. Þannig að ef þessi bíll væri líka niður þá hafa þeir allavega eitthvað til að vera í, það færi ekki allt niður með bílunum.“ Leiðangursmenn komu sér allir fyrir í bílnum og dvöldu þar yfir nóttina. Viðbragð var ræst út og allir komust heilir á höldnu heim. Bíllinn sem fór niður var hins vegar eftir á botninum. Flökkusaga um að þúsund lítrar af spilliefnum hafi farið niður Eftir að heim var komið tók við alls konar úrvinnsla úr ferðinni. Þar á meðal var að finna út hversu mikið magn af eldsneyti og olíu hafi farið niður með bílnum. Emil segir að nær öruggt hafi verið að um fjörutíu lítrar af eldsneyti hafi verið í eldsneytistankinum. Ekki hafi verið mikið eftir á honum eftir tíu tíma akstur. Þá hafi verið eitthvað magn af smurolíu og öðrum spilliefnum sem óhjákvæmilega fylgja bifreiðum. „Magnið var mjög lítið en á einhvern hátt myndast „local“ saga að þarna hafi verið niður þúsund lítrar,“ segir Emil. Greint var frá þessum áhyggjum heimamanna í kanadískum miðlum og rötuðu fréttirnar í íslenska miðla í vor. Emil segist ekki hafa hugmynd um hvernig flökkusagan hafi myndast en það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið væri að ná bílnum upp. Bíllinn sjálfur á hafsbotni.Arctic Trucks Aftur fengu Emil og félagar það verkefni að finna út úr hvernig hægt væri að ná bílnum upp. Eini glugginn í águst Eftir mikla rannsóknarvinnu varð ljóst að eini glugginn til þess væri í lok ágúst eða byrjun september. Er það um það bil eini tími ársins þar sem íslaust er á svæðinu þar sem bíllinn fór niður. Smám saman fæddist skipulagið og á endanum var ákveðið að nota þyrlu við að koma bílnum af svæðinu. Emil setti saman teymi Íslendinga til að ná bílnum upp á þurrt land að nýju. Ákveðið var að fyrrnefndur Torfi myndi endurnýja kynnin við bílinn. „Hann hefur verið að vinna með Landhelgisgæslunni við að bjarga bílum og öðru dóti ur sjó og vötnum, segir Emil.“ Torfi fékk þá félaga Jónas Þorvaldsson og Árna Kópsson til að vinna með sér. Emil segist hafa skrifað 57 síðna aðgerðaráætlun um hvernig ætti að ná bílnum upp, auk plans b og plans c. „Við vissum nákvæmlega hvar bíllinn fór niður, segir Emil. Staðsetninguna má sjá á kortinu hér að neðan. Spurningin var hins vegar hvort að hann hefði færst eitthvað, enda miklir straumar á svæðinu. Jákvæð skilaboð fengust í júlí þegar þyrluflugmenn sem flugu yfir svæðið í júlí sáu glitta í bílinn á kafi. Næsta skref var því að hefja björgunaraðgerðir. Þær hófust í lok ágúst. Emil segist ekki geta undirstrikað nógu mikið hversu erfiðar aðstæðurnar voru við björgunina. „Þú ert með ísjaka fram og til baka yfir svæðið. Straum sem er á svona sjö kílómetra hraða. Skítkalt vatn og raunverulega lítið bakland. Menn eru bara þarna einir með þann búnað sem hægt var að koma úr tvennu flugi með þyrlu.“ Það sjást rétt glitta í bílinn í hafinu.Arctic Trucks Línum og flothylkjum var komið fyrir á bílnum sem var hægt og rólega færður á grynnra svæði áður en hann var dreginn í rólegheitum á þurrt land. „Bíllinn var á hvolfi sem menn áttu ekki von á. Til þess að geta reynt að snúa honum við var ákveðið að lyfta honum aðeins upp og draga hann á flot,“ segir Emil. Ekki gagnlegur í annað en að fara á safn Smátt og smátt var bíllinn dreginn á þurrt land eftir sex mánaða ískalda legu í hafinu. „Þá bara þeir að sjá sína hluti aftur eftir að hafa misst bílinn sinn,“segir Emil. Byssurnar tvær og vegabréfið hans Torfa, svo dæmi séu tekin. Það er líklega óþarfi að taka fram að bíllinn er gjörónýtur. Bíllinn kominn á þurrt land að nýju.Arctic Trucks „Það er komið mikil tæring á vissa stað. Aðrir staðir í lagi. Bíllinn verður ekki notaður aftur nema það er kannski spurning hvort þetta verði ekki safngripur. Hann er allur í þara,“ segir Emil beðinn um að nefna hvað helst sé að hrjá bílinn. Gekk eins og í sögu Emil segir að í raun hafi verkefnið gengið upp á tíu. Þá sé einnig útlit fyrir að lágmarksmagn spilliefni hafi lekið frá bílnum. „Við erum ekki komnir með endanlega tölu á þetta en við teljum að þetta séu tveir til þrír lítrar, allavega innan við fimm lítrar sem hafi tapast út,“ segir Emil. Þar fyrir utan hafi mikil vinna farið í að hreinsa upp svæðið í grennd. Telur Emil að með þessu hafi tekist að sefa áhyggjur af heimamanna af mögulegri mengun á veiðilendum þeirra. Bíllinn er talinn ónýtur eftir hálfs árs veru í Norður-Íshafi.Transglobal Car Expedition. „Ég fór að tala við fólk ástæða þess að þeir höfðu áhyggjur af mengun er að einhver sagði að þetta væri þúsund lítrar sem hafi farið niður og eitthvað meira,“ sagði Emil. Þegar svo reyndist ekki vera hafi heimamenn tekið gleði sína á ný. „Þegar bíllinn var kominn þá brostu menn og veifuðu.“ Sem fyrr segir var leiðangurinn hluti af undirbúningi fyrir heilmikinn leiðangur svissneskra samtaka sem ætla sér að keyra á Norður- og Suðurpólinn. Áætlað er að leiðangurinn hefjist fljótlega. Emil segir raunar að óhappið með bíllinn hafi ekki sett strik í reikninginn varðandi leiðangurinn, heldur þvert á móti hafi verið hægt að draga lærdóm sem geri leiðangursmönnum kleift að leggja á ísinn á bílunum. Nánari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast hér Kanada Bílar Íslendingar erlendis Norðurslóðir Tengdar fréttir „Við erum að fara niður“ Búið er að ná Ford F-150 jeppa sem að fór í gegnum ísbreiðuna á Norður-Íshafinu í miðjum jeppaleiðangri í mars síðastliðnum á þurrt land. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks kom bæði að jeppaleiðangrinum í mars sem og björgunaraðgerðum núna í ágúst. 31. ágúst 2022 15:02 Reynsluboltar í akstri á Suðurskautslandinu Fyrirtækið Arctic Trucks hefur sinnt verkefnum á suðurskautinu í fimm ár og nú eru níu bílar og sjö starfsmenn á vegum fyrirtækisins þar að sinna ýmsum verkefnum. Þau hafa komið upp á móti mikilli fækkun jeppabreytinga hér á landi. 16. desember 2013 07:00 Í föruneyti prinsins á Suðurskautslandinu Íslenskur leiðangursstjóri, sem fylgdi Harry Bretaprins á suðurpólinn, segir hann vera ljúfmenni. Í hópnum voru hermenn sem höfðu særst í stríðsátökum og lögðu þeir hart að sér á göngunni. Hópurinn heldur heimleiðis um helgina. 14. desember 2013 07:00 Arctic Trucks fór endilangan Grænlandsjökul á þremur Hilux Fóru 5.000 kílómetra leið frá suðri til norðurs, eða fimm sinnum lengra en nokkur annar bílaleiðangur hefur farið á Grænlandsjökli og bætir enn einni fjöðrinni í hatt Íslendinga. 8. júní 2018 21:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Greint var frá því á Vísi á dögunum að tekist hafði að koma bílnum á þurrt land eftir um hálfs árs veru í ísköldu Norður-Íshafi. Í frétt Vísis var rakið hvernig bíllinn fór niður um ísinn og hvernig staðið var að björgunaraðgerðum. Bíllinn fór niður um ísinn hátt uppi á Norðurslóðum Kanada. Bílnum var svo bjargað úr hafinu í umfangsmiklum aðgerðum í síðasta mánuði. Einn af þeim sem kom að leiðangrinum, bæði upprunalega jeppaleiðangrinum í mars, sem og björgunaraðgerðum í ágúst er Emil Grímsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks. En hvaða leiðangur var þetta? „Í febrúar 2019 eru aðilar í Sviss sem hafa samband við mig og ræða við mig um hugmyndir um hvernig þeir geti komist í kringum heiminn, með viðkomu á Norður og Suðurpól,“ segir Emil í samtali við Vísi. Umræddir aðilar eru í forsvari fyrir samtökin Transglobal Car. Á vef þeirra má sjá að ætlun þeirra er ævintýralegur leiðangur á báða póla heimsins sem hefjast á innan skamms. Ætlunin er að keyra um 32 lönd um það bil 55 þúsund kílómetra á tæpum tveimur árum. Aðalmarkmiðið er að komast á bæði Norður- og Suðurpólinn. Leiðangurinn er afar metnaðarfullur eins og sjá má á þessu leiðarkorti. Rauðu línurnar tákna þá leið sem á að keyra. Þar sem markmiðið er að keyra sem mest lá beinast við að ræða við íslenska fyrirtækið Arctic Trucks. Fá fyrirtæki hafa meiri reynslu af akstri á þessum slóðum. Félagið hefur lengi verið við störf á Suðurpólnum og kom einnig að frægri ferð breska sjónvarpsþáttarins Top Gear á segulpól Norðurskautsins. „Arctic Trucks fær fljótlega það hlutverk að bera ábyrgð hvernig bílar eru notaðir hvar. Við berum ábyrgð á því að skipuleggja Norðurskautið og Suðurskautið,“ segir Emil. Hiluxinn reynst vel en Fordinn þægilegri fyrir leiðangurinn af ýmsum ástæðum Fyrirtækið er helst þekkt fyrir að breytingar á Toyota-jeppum, þá helst Toyota Hilux. Í þetta sinn var hins vegar ákveðið að notast við Ford F-150 jeppa. Talið var að hann hentaði betur við krefjandi aðstæður og mikla keyrslu. „Hiluxinn hefur reynst okkur mjög vel en þegar menn að sitja í öllum herklæðum þá er hann rosalega þröngur. Þar af leiðandi fórum við að leita að hvað gæti komið til greina, eitthvað sem býður upp á meira pláss en heldur „konseptinu“ sem við höfum verið að nota,“ segir Emil. Á leið á vettvang. Emil Grímsson, fyrir miðju, er hér með leiðangursmönnum.Arctic Trucks Fyrir utan það að útvega bíla fékk Arctic Trucks einnig það hlutverk að kanna leiðaval og útfærslu á því á bæði Norður- og Suðurskautinu. Segir Emil að þar sem starfsmenn Arctic Trucks þekki Suðurskautið nokkuð vel hafi gengið ágætlega að sýna fram á að hægt væri að uppfylla óskir leiðangursmanna. Reynslan af Norðurslóðum var þó takmarkaðari. „Getum við komist frá vegakerfi Bandaríkjanna eða Kanada, inn á Norður-Íshafið?,“ segir Emil að verkefnið hafi verið fyrir Norðurpóls-hluta leiðarinnar. Eftir mikla yfirlegu sáu menn að mögulega væri hægt að fara yfir ísinn til Resolute, hátt á Norðurslóðum. Könnunarleiðangur til að kanna hvort þetta væri yfir höfuð hægt Til þess að kanna hvort að þetta væri yfir höfuð mögulegt var ákveðið að fara í könnunarleiðangur og keyra leiðina sem Emil og félagar í samvinnu við ýmsa sérfræðinga töldu vænlega. Bíllinn í fulli fjöru, áður en að hann fór niður ísinn.Arctic Trucks Tveir Íslendingar voru með í för. Eyjólfur Teitsson og Torfi Birkir Jóhannsson. Að auki voru leiðangursmenn frá Bandaríkjunum og Kanada, auk nokkurra Rússa, en einnig Úkraínumanna. Covid-19 setti að einhverju leyti strik í reikninginn þar sem framvísa þurfti ýmsum pappírum og vottorðum. Sem fyrr segir var farið af stað í mars. Covid-faraldurinn hafði þá staðið í um tvö ár og sum svæði sem ferðast átti um höfðu verið lokuð eða með takmarkaðri þjónustu, vegna faraldursins. Tímabundin togstreita vegna innrásar Rússa í Úkraínu Að auki hjálpaði innrás Rússa í Úkrainu ekki til en hún hófst um það leyti sem leiðangurinn var að fara að leggja af stað. Segir Emil að ákveðin togstreita hafi myndast á milli Rússana í hópnum og Úkraínumanna, sem gefur að skilja. Emil segir þó að fljótlega hafi menn áttað sig á því að ekki væri hægt að standa í einhverjum deilum á milli leiðangursmanna í miðjum leiðangri á norðurhjara veraldar. „Það var bara mjög fljótt sem menn náðu fókus og svo var þetta ekkert rætt. Við erum bara í leiðangri, við erum vinir, við erum í leiðangri og við þurfum að láta þetta ganga upp,“ segir Emil að viðhorfið hafi verið. Þá hafi ytri aðstæður á Norðurslóðum hjálpað til. „Það eru lélegar tengingar við umheiminn og náttúruöflin erfið, það er ekki tími til að hugsa um þetta.“ Leiðin sem farin var er rauðmerkt. Guli punkturinn táknar staðinn þar sem bíllinn fór í hafið.Arctic Trucks. Leiðangurinn gekk vel og tókst leiðangursmönnum að keyra á Ford F150 jeppum og fjórum svokölluðum flotbílum á áfangastað, sem sjá má á kortinu hér að ofan. Ákveðið var að skilja flotbílana eftir fyrir alvöru leiðangurinn og halda af stað á Ford-jeppunum til baka. Það var á leiðinni til baka þegar ógæfan skall yfir. Versta martröð þeirra sem eru að ferðast á bíl á ís. „Þeir voru búnir að eyða tíu tímum að fara þá leið til baka,“ segir Emil. „Það er komið myrkur og menn við það að fara að stoppa og sofa.“ „Kerran er þung og bíllinn með kerruna er á undan. Hann virðist brjóta ísinn, búa til svona smá skaða í ísinn sem að veldur því að bíllinn sem kemur á eftir, að ísinn brotnar. Afturdekkið fer niður. Ísinn grípur bílinn og bíllinn fer niður,“ segir Emil. Rökhugsaði sig í gegnum aðstæðurnar Eins og kom fram í frétt Vísis í síðustu viku kallaði Torfi Birkir í talstöðina: „Við erum að fara niður.“ Emil segir að til séu ákveðnar aðgerðaráætlanir í þessari stöðu. Emil segir að Torfi Birkir hafi í þessari stöðu sýnt ótrúlega yfirvegun og mikinn hugsunarhraða. Svæðið það sem bíllinn fór niður.Arctic Trucks „Svo má bara segja það að Torfi Birkir, hann bregst bara mjög hratt við. Rökhugsaði sig alla leiðina út,“ segir Emil. „Hann fattar strax að hann sé að fara niður og kallar á bíllinn fyrir framan, varar hann við,“ segir Emil. Lykilatriði enda leiðangursmenn í afar vondri stöðu ef báðir bílar færu niður. Því næst öskraði hann á farþega bílsins að koma sér út. „Svo hljóp Torfi bara á eftir honum. Stendur þarna á sokkunum, nærbuxunum eiginlega,“ segir Emil. Á ísbreiðu Norður-Íshafsins. Fórnaði vegabréfinu fyrir svefnpoka og föt Emil bendir á að ýmsir persónulegir munir Torfa hafi verið í bílnum sem var á þessum tímapunkti að á leiðinni niður í ískaldan faðm hafsins. „Harðir diskar, vegabréfið, Covid-19 ferðapappírar,“ segir Emil. Torfi ákvað þess í stað að einbeita sér að búnaði á toppi bílsins, búnaði sem hefði reynst lífsnauðsynlegur hefði hinn bíllinn einnig farið niður. Torfi Birkir Jóhannsson með vegabréfið sitt sem var í bílnum sem dregin var á flot.Arctic Trucks „Uppi á þakinu eru svefnpokar og föt, vetrarfatnaður og fleira. Hafandi mjög skamman tíma þá sleppir hann því að fara inn í bílinn og fer upp á þakið og rífur út búnað til að geta lifað af. Ef að hinn bíllinn hefði líka farið,“ segir Emil. Við þetta má bæta að báðar byssurnar sem voru með í för fóru einnig niður með bílnum. Byssurnar voru ætlaðar sem vernd gegn ísbjörnum. „Þannig að þeir höfðu skóflu gegn ísbjörnunum“, segir Emil og bætir við að það sé hægt að hlæja að því núna. Byssurnar tvær sem voru haldreipi leiðangursmanna gegn ísbjörnum.Arctic Trucks „Hinn bíllinn stoppar á mjög skynsamlegum stað. Lýsir upp svæðið og þeir rífa viðlegubúnað sem er á þeim bíl af bílnum, koma honum fyrir á ísnum. Þannig að ef þessi bíll væri líka niður þá hafa þeir allavega eitthvað til að vera í, það færi ekki allt niður með bílunum.“ Leiðangursmenn komu sér allir fyrir í bílnum og dvöldu þar yfir nóttina. Viðbragð var ræst út og allir komust heilir á höldnu heim. Bíllinn sem fór niður var hins vegar eftir á botninum. Flökkusaga um að þúsund lítrar af spilliefnum hafi farið niður Eftir að heim var komið tók við alls konar úrvinnsla úr ferðinni. Þar á meðal var að finna út hversu mikið magn af eldsneyti og olíu hafi farið niður með bílnum. Emil segir að nær öruggt hafi verið að um fjörutíu lítrar af eldsneyti hafi verið í eldsneytistankinum. Ekki hafi verið mikið eftir á honum eftir tíu tíma akstur. Þá hafi verið eitthvað magn af smurolíu og öðrum spilliefnum sem óhjákvæmilega fylgja bifreiðum. „Magnið var mjög lítið en á einhvern hátt myndast „local“ saga að þarna hafi verið niður þúsund lítrar,“ segir Emil. Greint var frá þessum áhyggjum heimamanna í kanadískum miðlum og rötuðu fréttirnar í íslenska miðla í vor. Emil segist ekki hafa hugmynd um hvernig flökkusagan hafi myndast en það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið væri að ná bílnum upp. Bíllinn sjálfur á hafsbotni.Arctic Trucks Aftur fengu Emil og félagar það verkefni að finna út úr hvernig hægt væri að ná bílnum upp. Eini glugginn í águst Eftir mikla rannsóknarvinnu varð ljóst að eini glugginn til þess væri í lok ágúst eða byrjun september. Er það um það bil eini tími ársins þar sem íslaust er á svæðinu þar sem bíllinn fór niður. Smám saman fæddist skipulagið og á endanum var ákveðið að nota þyrlu við að koma bílnum af svæðinu. Emil setti saman teymi Íslendinga til að ná bílnum upp á þurrt land að nýju. Ákveðið var að fyrrnefndur Torfi myndi endurnýja kynnin við bílinn. „Hann hefur verið að vinna með Landhelgisgæslunni við að bjarga bílum og öðru dóti ur sjó og vötnum, segir Emil.“ Torfi fékk þá félaga Jónas Þorvaldsson og Árna Kópsson til að vinna með sér. Emil segist hafa skrifað 57 síðna aðgerðaráætlun um hvernig ætti að ná bílnum upp, auk plans b og plans c. „Við vissum nákvæmlega hvar bíllinn fór niður, segir Emil. Staðsetninguna má sjá á kortinu hér að neðan. Spurningin var hins vegar hvort að hann hefði færst eitthvað, enda miklir straumar á svæðinu. Jákvæð skilaboð fengust í júlí þegar þyrluflugmenn sem flugu yfir svæðið í júlí sáu glitta í bílinn á kafi. Næsta skref var því að hefja björgunaraðgerðir. Þær hófust í lok ágúst. Emil segist ekki geta undirstrikað nógu mikið hversu erfiðar aðstæðurnar voru við björgunina. „Þú ert með ísjaka fram og til baka yfir svæðið. Straum sem er á svona sjö kílómetra hraða. Skítkalt vatn og raunverulega lítið bakland. Menn eru bara þarna einir með þann búnað sem hægt var að koma úr tvennu flugi með þyrlu.“ Það sjást rétt glitta í bílinn í hafinu.Arctic Trucks Línum og flothylkjum var komið fyrir á bílnum sem var hægt og rólega færður á grynnra svæði áður en hann var dreginn í rólegheitum á þurrt land. „Bíllinn var á hvolfi sem menn áttu ekki von á. Til þess að geta reynt að snúa honum við var ákveðið að lyfta honum aðeins upp og draga hann á flot,“ segir Emil. Ekki gagnlegur í annað en að fara á safn Smátt og smátt var bíllinn dreginn á þurrt land eftir sex mánaða ískalda legu í hafinu. „Þá bara þeir að sjá sína hluti aftur eftir að hafa misst bílinn sinn,“segir Emil. Byssurnar tvær og vegabréfið hans Torfa, svo dæmi séu tekin. Það er líklega óþarfi að taka fram að bíllinn er gjörónýtur. Bíllinn kominn á þurrt land að nýju.Arctic Trucks „Það er komið mikil tæring á vissa stað. Aðrir staðir í lagi. Bíllinn verður ekki notaður aftur nema það er kannski spurning hvort þetta verði ekki safngripur. Hann er allur í þara,“ segir Emil beðinn um að nefna hvað helst sé að hrjá bílinn. Gekk eins og í sögu Emil segir að í raun hafi verkefnið gengið upp á tíu. Þá sé einnig útlit fyrir að lágmarksmagn spilliefni hafi lekið frá bílnum. „Við erum ekki komnir með endanlega tölu á þetta en við teljum að þetta séu tveir til þrír lítrar, allavega innan við fimm lítrar sem hafi tapast út,“ segir Emil. Þar fyrir utan hafi mikil vinna farið í að hreinsa upp svæðið í grennd. Telur Emil að með þessu hafi tekist að sefa áhyggjur af heimamanna af mögulegri mengun á veiðilendum þeirra. Bíllinn er talinn ónýtur eftir hálfs árs veru í Norður-Íshafi.Transglobal Car Expedition. „Ég fór að tala við fólk ástæða þess að þeir höfðu áhyggjur af mengun er að einhver sagði að þetta væri þúsund lítrar sem hafi farið niður og eitthvað meira,“ sagði Emil. Þegar svo reyndist ekki vera hafi heimamenn tekið gleði sína á ný. „Þegar bíllinn var kominn þá brostu menn og veifuðu.“ Sem fyrr segir var leiðangurinn hluti af undirbúningi fyrir heilmikinn leiðangur svissneskra samtaka sem ætla sér að keyra á Norður- og Suðurpólinn. Áætlað er að leiðangurinn hefjist fljótlega. Emil segir raunar að óhappið með bíllinn hafi ekki sett strik í reikninginn varðandi leiðangurinn, heldur þvert á móti hafi verið hægt að draga lærdóm sem geri leiðangursmönnum kleift að leggja á ísinn á bílunum. Nánari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast hér
Kanada Bílar Íslendingar erlendis Norðurslóðir Tengdar fréttir „Við erum að fara niður“ Búið er að ná Ford F-150 jeppa sem að fór í gegnum ísbreiðuna á Norður-Íshafinu í miðjum jeppaleiðangri í mars síðastliðnum á þurrt land. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks kom bæði að jeppaleiðangrinum í mars sem og björgunaraðgerðum núna í ágúst. 31. ágúst 2022 15:02 Reynsluboltar í akstri á Suðurskautslandinu Fyrirtækið Arctic Trucks hefur sinnt verkefnum á suðurskautinu í fimm ár og nú eru níu bílar og sjö starfsmenn á vegum fyrirtækisins þar að sinna ýmsum verkefnum. Þau hafa komið upp á móti mikilli fækkun jeppabreytinga hér á landi. 16. desember 2013 07:00 Í föruneyti prinsins á Suðurskautslandinu Íslenskur leiðangursstjóri, sem fylgdi Harry Bretaprins á suðurpólinn, segir hann vera ljúfmenni. Í hópnum voru hermenn sem höfðu særst í stríðsátökum og lögðu þeir hart að sér á göngunni. Hópurinn heldur heimleiðis um helgina. 14. desember 2013 07:00 Arctic Trucks fór endilangan Grænlandsjökul á þremur Hilux Fóru 5.000 kílómetra leið frá suðri til norðurs, eða fimm sinnum lengra en nokkur annar bílaleiðangur hefur farið á Grænlandsjökli og bætir enn einni fjöðrinni í hatt Íslendinga. 8. júní 2018 21:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
„Við erum að fara niður“ Búið er að ná Ford F-150 jeppa sem að fór í gegnum ísbreiðuna á Norður-Íshafinu í miðjum jeppaleiðangri í mars síðastliðnum á þurrt land. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks kom bæði að jeppaleiðangrinum í mars sem og björgunaraðgerðum núna í ágúst. 31. ágúst 2022 15:02
Reynsluboltar í akstri á Suðurskautslandinu Fyrirtækið Arctic Trucks hefur sinnt verkefnum á suðurskautinu í fimm ár og nú eru níu bílar og sjö starfsmenn á vegum fyrirtækisins þar að sinna ýmsum verkefnum. Þau hafa komið upp á móti mikilli fækkun jeppabreytinga hér á landi. 16. desember 2013 07:00
Í föruneyti prinsins á Suðurskautslandinu Íslenskur leiðangursstjóri, sem fylgdi Harry Bretaprins á suðurpólinn, segir hann vera ljúfmenni. Í hópnum voru hermenn sem höfðu særst í stríðsátökum og lögðu þeir hart að sér á göngunni. Hópurinn heldur heimleiðis um helgina. 14. desember 2013 07:00
Arctic Trucks fór endilangan Grænlandsjökul á þremur Hilux Fóru 5.000 kílómetra leið frá suðri til norðurs, eða fimm sinnum lengra en nokkur annar bílaleiðangur hefur farið á Grænlandsjökli og bætir enn einni fjöðrinni í hatt Íslendinga. 8. júní 2018 21:00