Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Snorri Másson skrifar 3. september 2022 09:31 Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur. Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur.
Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira