Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2022 11:00 Að skotgröfum undanskildum er lítið skjól að finna í Kherson. Getty/Wojciech Grzedzinski Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. Í stað þess að ráðast beint á víggirta varnarlínu Rússa vilji Úkraínumenn þess í stað beita Rússa í Kherson auknum þrýstingi á víglínunni, samhliða því að nota stórskotalið og eldflaugar til að grafa undan birgðaneti þeirra og einangra rússneska hermenn vestan við Dnipro-ána. Úkraínumenn hafa skemmt eða eyðilagt allar brýr yfir ána og gera árásir á ferjur Rússa og flotbrýr sem þeir reyna að gera yfir ána. Ukrainian artillery targeted Antonovsky Bridge and the Russian pontoon ferry next to it in the morning. #Kherson #UkraineRussiaWar pic.twitter.com/uzICo35uKh— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) September 4, 2022 Sérfræðingar segja milli fimmtán og 25 þúsund rússneska hermenn vera vestanmegin við ána en Wall Street Journal, (áskriftarvefur) segir að takist Úkraínumönnum að einangra hermennina væri mögulegt að þvinga þá til að gefast upp eða flýja. Úkraínumenn vilji ekki þurfa að taka Kherson-borg með því berjast um hana, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Slíkt myndi kosta mörg mannslíf og valda mikilli eyðileggingu. „Það liggur ekkert á,“ segir Oleksiy Arestovych, ráðgjafi forseta Úkraínu við WSJ. Sjá einnig: Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Ráðamenn í Kænugarði verjast allra fregna af gagnsókninni en fregnir hafa þó borist af því að her Úkraínu hafi sótt fram gegn Rússum á nokkrum stöðum í Kherson og hefur það verið stutt af myndböndum sem hermenn hafa birt á samfélagsmiðlum. Yfirburðir Rússa þegar kemur að stórskotaliði eru enn miklir og Kherson er mjög flatt hérað. Lítið er um skjól fyrir bæði Úkraínumenn og Rússa, að skotgröfum undanskildum. Það felur í sér að Úkraínumenn eru auðveld skotmörk fyrir rússneskt stórskotalið en nái úkraínskir hermenn að reka Rússa úr skotgröfum sínum, snýst taflið við. Þá eru rússneskir hermenn auðveld skotmörk fyrir úkraínskt stórskotalið. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja ummæli viðmælenda WSJ styðja greiningu þeirra um að gagnsókn Úkraínumanna muni ekki skila umtalsverðum árangri á skömmum tíma. Hún snúist meira um það að draga úr getu rússneska hersins en að hernema stór landsvæði. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. 25. ágúst 2022 22:42 Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira
Í stað þess að ráðast beint á víggirta varnarlínu Rússa vilji Úkraínumenn þess í stað beita Rússa í Kherson auknum þrýstingi á víglínunni, samhliða því að nota stórskotalið og eldflaugar til að grafa undan birgðaneti þeirra og einangra rússneska hermenn vestan við Dnipro-ána. Úkraínumenn hafa skemmt eða eyðilagt allar brýr yfir ána og gera árásir á ferjur Rússa og flotbrýr sem þeir reyna að gera yfir ána. Ukrainian artillery targeted Antonovsky Bridge and the Russian pontoon ferry next to it in the morning. #Kherson #UkraineRussiaWar pic.twitter.com/uzICo35uKh— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) September 4, 2022 Sérfræðingar segja milli fimmtán og 25 þúsund rússneska hermenn vera vestanmegin við ána en Wall Street Journal, (áskriftarvefur) segir að takist Úkraínumönnum að einangra hermennina væri mögulegt að þvinga þá til að gefast upp eða flýja. Úkraínumenn vilji ekki þurfa að taka Kherson-borg með því berjast um hana, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Slíkt myndi kosta mörg mannslíf og valda mikilli eyðileggingu. „Það liggur ekkert á,“ segir Oleksiy Arestovych, ráðgjafi forseta Úkraínu við WSJ. Sjá einnig: Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Ráðamenn í Kænugarði verjast allra fregna af gagnsókninni en fregnir hafa þó borist af því að her Úkraínu hafi sótt fram gegn Rússum á nokkrum stöðum í Kherson og hefur það verið stutt af myndböndum sem hermenn hafa birt á samfélagsmiðlum. Yfirburðir Rússa þegar kemur að stórskotaliði eru enn miklir og Kherson er mjög flatt hérað. Lítið er um skjól fyrir bæði Úkraínumenn og Rússa, að skotgröfum undanskildum. Það felur í sér að Úkraínumenn eru auðveld skotmörk fyrir rússneskt stórskotalið en nái úkraínskir hermenn að reka Rússa úr skotgröfum sínum, snýst taflið við. Þá eru rússneskir hermenn auðveld skotmörk fyrir úkraínskt stórskotalið. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja ummæli viðmælenda WSJ styðja greiningu þeirra um að gagnsókn Úkraínumanna muni ekki skila umtalsverðum árangri á skömmum tíma. Hún snúist meira um það að draga úr getu rússneska hersins en að hernema stór landsvæði.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. 25. ágúst 2022 22:42 Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira
Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26
Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01
Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24
Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. 25. ágúst 2022 22:42
Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47