Hér má sjá myndbandið:
Lagið kom út fyrsta júlí síðastliðinn og í textanum eru áheyrendur meðal annars úthrópaðir sem gengilbeinur ræningja en um leið hvattir til að snúa bökum saman og dansa dátt.
Hatari hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana og tóku eftirminnilega þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2019. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu í sumar sem lýkur í Kraków í Póllandi í október.