Sjóðir Akta stækka stöðu sína í SKEL á meðan Jakob Valgeir selur
![Skeljungur rekur meðal annars um 60 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi.](https://www.visir.is/i/3411664A69BFE9DF141C04FCE313391F6BA9496F84EF97FB32525AE823E4E4A9_713x0.jpg)
Sjóðir í stýringu Akta meira en tvöfölduðu eignarhlut sinn í SKEL í liðnum mánuði og fara núna með að lágmarki um 2,3 prósenta eignarhlut í fjárfestingafélaginu. Samanlagður hlutur Akta, sem kom fyrst inn í hluthafahóp SKEL í júní síðastliðnum, gerir sjóðastýringarfyrirtækið að sjöunda stærsta hluthafa félagsins.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3411664A69BFE9DF141C04FCE313391F6BA9496F84EF97FB32525AE823E4E4A9_308x200.jpg)
Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi
Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins.