Fótbolti

Atalanta á toppinn á Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atalanta er komið á toppinn.
Atalanta er komið á toppinn. Emilio Andreoli/Getty Images

Atalanta er komið á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Serie A, þökk sé 2-0 útisigri á nýliðum Monza í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Daninn ungi Rasmus Højlund yfir á 57. mínútu eftir sendingu Ademola Lookman. Skömmu síðar varð Marlon fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan orðin 2-0 Atalanta í vil.

Reyndust það lokatölur leiksins og er Atalanta því komið á topp Serie A með 13 stig eftir fimm leiki. Napoli og AC Milan eru þar fyrir neðan með 11 stig á meðan Udinese og Roma eru með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×