Sjáðu mörkin: Íslendingarnir allt í öllu hjá Norrköping sem komst aftur á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2022 19:31 Arnór Sigurðsson skoraði tvívegis í dag. Norrköping Norrköping vann frábæran 3-1 sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Segja má að Íslendingarnir í liðinu hafi verið allt í öllu í leiknum, á báðum endum vallarins. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliði Norrköping. Ari Freyr Skúlason og Arnór Ingvi Traustason voru á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi heimamanna. Arnór Sigurðsson var svo á vinstri vængnum og Andri Lucas Guðjohnsen var á varamannabekk liðsins. Jón Guðni Fjóluson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Hammarby. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en Ari Freyr varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks þó erfitt sé að sjá hver setti boltann í netið. Markið stóð hins vegar og gestirnir í Hammarby því 1-0 yfir er leikmenn gengu til búningsherbergja. Hammarby tar ledningen mot IFK Norrköping! Självmål av Peking.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/M9fxwdNgSB— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik fékk Norrköping vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson fór á punktinn og jafnaði metin. Hann sýndi svo skemmtilega takta skömmu síðar. Arnor Sigurdsson kvitterar från straffpunkten! 1-1 IFK Norrköping - Hammarby IF. pic.twitter.com/eEb2brseqb— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Axén om Sigurdsson:"Det är mycket Hollywoodgrejer nu." pic.twitter.com/oO7imInl9s— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks þá kom Arnór Ingvi heimamönnum 2-1 yfir og undir lok leiks má segja að Christoffer Nyman hafi gulltryggt sigur Norrköping með þriðja marki þeirra. 2-1 Arnor Traustason! IFK Norrköping har vänt matchen mot Hammarby! pic.twitter.com/KDpVRRyD4d— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Í uppbótartíma fengu heimamenn aðra vítaspyrnu. Aftur fór Arnór Sigurðsson á punktinn og aftur skoraði hann. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Ari Freyr fór af velli á 78. mínútu, Andri Lucas kom inn af bekknum undir lokin á meðan nafnarnir léku allan leikinn. Arnor Sigurdsson sätter 4-1 till IFK Norrköping och blir därmed tvåmålsskytt! pic.twitter.com/oj3rwjQOug— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Norrköping er nú með 24 stig í 11. sæti deildarinnar eftir 24 leiki á meðan Hammarby er í 3. sæti með 40 stig. Af öðrum Íslendingum í Svíþjóð er það að frétta að Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Kalmar á Varberg. Davíð Kristján og félagar eru í 6. sæti með 36 stig. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliði Norrköping. Ari Freyr Skúlason og Arnór Ingvi Traustason voru á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi heimamanna. Arnór Sigurðsson var svo á vinstri vængnum og Andri Lucas Guðjohnsen var á varamannabekk liðsins. Jón Guðni Fjóluson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Hammarby. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en Ari Freyr varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks þó erfitt sé að sjá hver setti boltann í netið. Markið stóð hins vegar og gestirnir í Hammarby því 1-0 yfir er leikmenn gengu til búningsherbergja. Hammarby tar ledningen mot IFK Norrköping! Självmål av Peking.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/M9fxwdNgSB— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik fékk Norrköping vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson fór á punktinn og jafnaði metin. Hann sýndi svo skemmtilega takta skömmu síðar. Arnor Sigurdsson kvitterar från straffpunkten! 1-1 IFK Norrköping - Hammarby IF. pic.twitter.com/eEb2brseqb— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Axén om Sigurdsson:"Det är mycket Hollywoodgrejer nu." pic.twitter.com/oO7imInl9s— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks þá kom Arnór Ingvi heimamönnum 2-1 yfir og undir lok leiks má segja að Christoffer Nyman hafi gulltryggt sigur Norrköping með þriðja marki þeirra. 2-1 Arnor Traustason! IFK Norrköping har vänt matchen mot Hammarby! pic.twitter.com/KDpVRRyD4d— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Í uppbótartíma fengu heimamenn aðra vítaspyrnu. Aftur fór Arnór Sigurðsson á punktinn og aftur skoraði hann. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Ari Freyr fór af velli á 78. mínútu, Andri Lucas kom inn af bekknum undir lokin á meðan nafnarnir léku allan leikinn. Arnor Sigurdsson sätter 4-1 till IFK Norrköping och blir därmed tvåmålsskytt! pic.twitter.com/oj3rwjQOug— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Norrköping er nú með 24 stig í 11. sæti deildarinnar eftir 24 leiki á meðan Hammarby er í 3. sæti með 40 stig. Af öðrum Íslendingum í Svíþjóð er það að frétta að Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Kalmar á Varberg. Davíð Kristján og félagar eru í 6. sæti með 36 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira