Viðskipti innlent

Gísli nýr fram­kvæmda­stjóri banka­sviðs Seðla­bankans

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gísli tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabankans.
Gísli tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabankans. Vísir

Gísli Óttarsson hefur tímabundið tekið við stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands. Hann tekur við stöðunni af Elmari Ásbjörnssyni sem hefur sagt starfi sínu lausu.

Gísli hefur starfað hjá Seðlabankanum síðan í árslok 2020 sem áhættustjóri bnakans á sviði skrifstofu bankastjóra. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri áhættustýringa Arion banka frá 2009 til 2020 en áður var hann forstöðumaður áhættustýringa Kaupþings banka frá 2006 til 2008 og stjórnandi í hugbúnaðarþróun Mechanical Dynamics Inc frá 1994 til 2006. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Seðlabankans. Þar segir að Gísli sé með BS-gráðu í byggingarverkfræði frá HÍ, Ms-gráðu í hagnýtri aflfræði og doktorsgráðu í vélaverkfræði frá University of Michigan, auk þess að vera með próf í verðbréfaviðskiptum. 

Elmar Ásbjörnsson fráfarandi framkvæmdastjóri bankasviðs hóf störf hjá Fjármálaeftirlitinu árið 2011 og starfaði meðal annars sem forstöðumaður á sviði áhættugreiningar frá 2014 og frá árinu 2021 sem framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabankans. 

Vegna vistaskiptanna tekur Höskuldur Hlynsson tímabundið við starfi Gísla sem áhættustjóri Seðlabankans samhliða því að starfa sem öryggisstjóri bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×