Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlægðu Leikni Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2022 22:20 Víkingar jöfnuðu í kvöld metið yfir stærstu sigrana í efstu deild. Vísir/Diego Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar. Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. Þótt ótrúlegt megi virðast þegar lokatölur leiksins eru skoðaðar þá voru það gestirnir sem byrjuðu leikinn betur. Þeir pressuðu Víkinga framarlega og fengu færi til að skora og komast yfir í leiknum. Eftir að Ari Sigurpálsson skoraði fyrsta mark Víkinga á 14.mínútu þá snerist leikurinn algjörlega. Breiðhyltingar lentu í stökustu vandræðum með að spila boltanum frá eigin marki og Víkingar pressuðu þá vel. Júlíus Magnússon skoraði annað markið á 21.mínútu og eftir mörk frá Erlingi Agnarssyni og Loga Tómassyni með tveggja mínútna millibili undir lok hálfleiksins var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Ari fullkomnaði fyrri hálfleik Víkinga með marki rétt fyrir hálfleik, staðan 5-0 í hálfleik og menn farnir að fletta upp í símum sínum hvert væri metið yfir stærstu sigra í efstu deild. Hálfleiksræða Leiknis hefur ekki skilað sér almennilega því eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0 en þá skoraði Helgi Guðjónsson og Leiknismenn náðu ekki að snerta boltann í síðari hálfleiknum áður en Víkingur skoraði. Gestirnir voru ennþá að reyna að spila út frá eigin marki og gekk það ekki vel. Víkingar refsuðu fyrir hver mistök og á 56.mínútu skoraði Birnir Snær Ingason gott mark og kom þeim í 7-0. Pablo Punyed skoraði áttunda markið og Danijel Djuric skoraði síðasta mark leiksins á 75.mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti. Þrátt fyrir að nægur væri tíminn þá tókst Víkingum ekki að fylla tuginn. Lokatölur 9-0 og Víkingar jafna þar með metið yfir stærstu sigrana í efstu deild eftir að tekin var upp tvöföld umferð. ÍA unnu 10-1 sigur á Breiðabliki árið 1973 þar sem metið var sett. Skagamenn jöfnuðu það sjálfir með 10-1 sigri á Víkingi árið 1993 og Víkingar jafna metið aftur með sigrinum í kvöld. Víkingar eiga því bæði stærsta sigurinn og stærsta tapið í efstu deild með tvöfaldri umferð. Af hverju vann Víkingur? Þegar Víkingar spila vel þá vinna þeir oftast fótboltaleiki. Þegar þeir spila jafn vel og þeir gerðu í kvöld þá gætu þeir unnið þá stórt. Ef mótstaðan er lítil þar að auki þá geta Víkingar unnið 9-0 líkt og í kvöld. Leiknismenn börðust vissulega allan leikinn og lögðust ekki í grasið en að mörgu leyti var nálgun þeirra í uppspilinu barnaleg og þeim var refsað fyrir það. Víkingsliðið býr yfir ofboðslega miklum gæðum og sýndu þau gæði í kvöld. Þeir skoruðu mörg í öllum regnbogans litum og hvorki meira né minna en átta leikmenn skoruðu fyrir Víkinga í kvöld. Það segir sitt um breiddina í liðinu. Þessir stóðu upp úr: Vallarþulurinn á Víkingsvellinum valdi alla leikmenn liðsins sem mann leiksins. Það er skiljanlegt því það er erfitt að velja úr hópnum. Ég ætla þó að nefna Pablo Punyed, Júlíus Magnússon og Birni Snæ Ingason sérstaklega, þeir voru allir mjög góðir í kvöld. Logi Tómasson skoraði með hægri og það gerist ekki á hverjum degi, hann spilaði vel og það var gott að sjá hann á vellinum eftir atvikið gegn ÍBV um síðustu helgi. Erlingur Agnarsson sannaði mikilvægi sitt hjá Víkingum með flottri frammistöðu. Hvað gekk illa? Leikni gekk ekki vel að spila boltanum frá eigin marki. Viktor Freyr markvörður átti oft á tíðum slæmar spyrnur og oftar en ekki voru Leiknismenn einfaldlega of linir í mótttöku á bolta og leyfðu Víkingum að éta upp sendingar allt of auðveldlega. Hvað gerist næst? Leiknir á heimaleik gegn Val næsta sunnudag. Ég efast ekki um það í eina sekúndu að þeir mæti dýrvitlausir til leiks í þann leik. Víkingar skella sér á Reykjanesbrautina og mæta Keflvíkingum í sínum leik. Það verður áhugaverður slagur enda Keflvíkingar að berjast um að komast í efri hluta deildarinnar fyrir úrslitakeppni og hafa verið að fá menn til baka úr meiðslum. Sigurður Heiðar: Stærri lið en Leiknir Reykjavík sem hafa tapað svona Sigurður Heiðar sagðist stoltur af sínu liði þrátt fyrir tapið stóra.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, mætti í viðtal eftir leik með hökuna uppi og sagðist stoltur af sínum strákum og ánægður með margt í leiknum. „Ég er stoltur af liðinu. Við komum hingað og ætluðum að spila og mér fannst jafnræði til að byrja með í fyrri hálfleik. Þeir frá sex færi í fyrri hálfleik og skora fimm mörk, við fáum heldur betur færi til að skora líka,“ sagði Sigurður Heiðar þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Fyrir utan síðustu 10-15 mínúturnar fannst mér fyrri hálfleikurinn nokkuð góður, það fór bara allt inn sem þeir gerðu. Svo byrjar seinni hálfleikur og auðvitað er fyrsta skot í markinu. Við héldum áfram að spila og ég var ánægður með margt í leiknum. Það eru stærri lið en Leiknir Reykjavík sem hafa tapað svona.“ Sigurður viðurkenndi þó að það væri erfitt að tapa leik á þennan hátt. „Þetta er sárt og þetta svíður. Að mörgu leyti er ég nokkuð stoltur af liðinu. Við komum með áætlun sem gekk náttúrulega ekki upp en mér fannst við fá fullt af augnablikum í leiknum sem ég var ánægður með. Við höldum bara áfram, það er erfitt að mæta hingað. Víkingar voru frábærir í kvöld og það bara fór allt inn í markið. Stundum er það bara þannig.“ Leiknisliðið var í vandræðum með pressu Víkinga og oft töpuðu þeir boltanum á vondum stöðum þegar þeir voru að koma boltanum frá vallarþriðjungnum við eigið mark. „Við ætluðum að gera þetta svona og mér fannst það oft ganga nokkuð vel. Fyrsta markið kemur þegar við missum boltann í uppspilinu en síðan erum við bara að tapa alltof mikið af klafsi og boltinn dettur fyrir þá. Við vorum ekki nógu grimmir í návígjum og klaufar í allskonar sendingum.“ „Við ætlum bara að halda áfram, við erum búnir að vera hrikalega slakir í því að halda boltanum núna í smá tíma. Við ætluðum að spila hér og það gekk að mörgu leyti ágætlega þó að lokatölurnar sýni það alls ekki.“ Sigurður bjóst við að fá einhverja menn til baka af meiðslalistanum fyrir leikinn gegn Val um næstu helgi, en alls voru tíu leikmenn frá vegna meiðsla hjá Leikni í dag. „Það voru tveir eða þrír sem voru nálægt því að geta tekið þátt í dag sem ættu að koma inn. Við verðum bara að tjasla okkur saman. Svona högg vekja oft lið og ég er bara stoltur af liðinu þrátt fyrir allt saman. Það eru stærri lið en Leiknir Reykjavík sem hafa fengið svona útreið.“ Birnir Snær: Frábær færanýting sem skilar 9-0 sigri Birnir Snær skoraði sjöunda mark Víkinga í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason skoraði eitt marka Víkinga í stórsigrinum á Leikni í kvöld. Hann var vitaskuld ánægður þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Arnar vildi svar og það vildu allir gera betur eftir mjög dapran leik gegn ÍBV. Það voru líka leikir sem við höfum verið að missa í jafntefli og þetta var besta svarið.“ Birnir átti góðan leik í kvöld og sagði frábært að spila leik þar sem allt gengur upp. „Það er geggjað. Þeir hefðu alveg getað sett mörk á okkur í byrjun, voru að pressa á okkur eins og ÍBV og hafa eflaust horft á þann leik. Þeir hefðu getað skorað en gerðu það ekki og við settum mörk í andlitið eftir hápressu. Svo var frábær færanýting hjá okkur sem skilar 9-0 sigri.“ Hann sagði af og frá að Víkingar tækju framhaldinu sem gefnu þrátt fyrir þennan stórsigur. „Við vitum að við erum ekkert að fara til skýjanna eftir þennan leik, þurfum að halda okkur við jörðina og vitum alveg hvernig staðan er í deildinni. Við höfum fengið skelli þegar við höfum misst leiki í jafntefli þannig að við þurfum að halda okkur á jörðinni,“ sagði Birnir Snær að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Arnar hugsaði út í metið: Aðalatriðið að taka ekki fótinn af pedalanum „Frammistaðan var nánast fullkomin. Ég bað um svör eftir síðasta leik og fékk þau svo sannarlega, ég átti nú ekki von á þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 9-0 sigur liðsins á Leikni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. 7. september 2022 21:38 Gat ekki andað í 20 sekúndur: „Ég er bara glaður að ég sé á lífi“ Logi Tómasson segist allur vera að braggast eftir harkalegt högg sem hann fékk í leik Víkings og ÍBV í Bestu deild karla á sunnudag. Hann vonast til að geta spilað gegn Leikni í kvöld. 7. september 2022 08:00
Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar. Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. Þótt ótrúlegt megi virðast þegar lokatölur leiksins eru skoðaðar þá voru það gestirnir sem byrjuðu leikinn betur. Þeir pressuðu Víkinga framarlega og fengu færi til að skora og komast yfir í leiknum. Eftir að Ari Sigurpálsson skoraði fyrsta mark Víkinga á 14.mínútu þá snerist leikurinn algjörlega. Breiðhyltingar lentu í stökustu vandræðum með að spila boltanum frá eigin marki og Víkingar pressuðu þá vel. Júlíus Magnússon skoraði annað markið á 21.mínútu og eftir mörk frá Erlingi Agnarssyni og Loga Tómassyni með tveggja mínútna millibili undir lok hálfleiksins var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Ari fullkomnaði fyrri hálfleik Víkinga með marki rétt fyrir hálfleik, staðan 5-0 í hálfleik og menn farnir að fletta upp í símum sínum hvert væri metið yfir stærstu sigra í efstu deild. Hálfleiksræða Leiknis hefur ekki skilað sér almennilega því eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0 en þá skoraði Helgi Guðjónsson og Leiknismenn náðu ekki að snerta boltann í síðari hálfleiknum áður en Víkingur skoraði. Gestirnir voru ennþá að reyna að spila út frá eigin marki og gekk það ekki vel. Víkingar refsuðu fyrir hver mistök og á 56.mínútu skoraði Birnir Snær Ingason gott mark og kom þeim í 7-0. Pablo Punyed skoraði áttunda markið og Danijel Djuric skoraði síðasta mark leiksins á 75.mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti. Þrátt fyrir að nægur væri tíminn þá tókst Víkingum ekki að fylla tuginn. Lokatölur 9-0 og Víkingar jafna þar með metið yfir stærstu sigrana í efstu deild eftir að tekin var upp tvöföld umferð. ÍA unnu 10-1 sigur á Breiðabliki árið 1973 þar sem metið var sett. Skagamenn jöfnuðu það sjálfir með 10-1 sigri á Víkingi árið 1993 og Víkingar jafna metið aftur með sigrinum í kvöld. Víkingar eiga því bæði stærsta sigurinn og stærsta tapið í efstu deild með tvöfaldri umferð. Af hverju vann Víkingur? Þegar Víkingar spila vel þá vinna þeir oftast fótboltaleiki. Þegar þeir spila jafn vel og þeir gerðu í kvöld þá gætu þeir unnið þá stórt. Ef mótstaðan er lítil þar að auki þá geta Víkingar unnið 9-0 líkt og í kvöld. Leiknismenn börðust vissulega allan leikinn og lögðust ekki í grasið en að mörgu leyti var nálgun þeirra í uppspilinu barnaleg og þeim var refsað fyrir það. Víkingsliðið býr yfir ofboðslega miklum gæðum og sýndu þau gæði í kvöld. Þeir skoruðu mörg í öllum regnbogans litum og hvorki meira né minna en átta leikmenn skoruðu fyrir Víkinga í kvöld. Það segir sitt um breiddina í liðinu. Þessir stóðu upp úr: Vallarþulurinn á Víkingsvellinum valdi alla leikmenn liðsins sem mann leiksins. Það er skiljanlegt því það er erfitt að velja úr hópnum. Ég ætla þó að nefna Pablo Punyed, Júlíus Magnússon og Birni Snæ Ingason sérstaklega, þeir voru allir mjög góðir í kvöld. Logi Tómasson skoraði með hægri og það gerist ekki á hverjum degi, hann spilaði vel og það var gott að sjá hann á vellinum eftir atvikið gegn ÍBV um síðustu helgi. Erlingur Agnarsson sannaði mikilvægi sitt hjá Víkingum með flottri frammistöðu. Hvað gekk illa? Leikni gekk ekki vel að spila boltanum frá eigin marki. Viktor Freyr markvörður átti oft á tíðum slæmar spyrnur og oftar en ekki voru Leiknismenn einfaldlega of linir í mótttöku á bolta og leyfðu Víkingum að éta upp sendingar allt of auðveldlega. Hvað gerist næst? Leiknir á heimaleik gegn Val næsta sunnudag. Ég efast ekki um það í eina sekúndu að þeir mæti dýrvitlausir til leiks í þann leik. Víkingar skella sér á Reykjanesbrautina og mæta Keflvíkingum í sínum leik. Það verður áhugaverður slagur enda Keflvíkingar að berjast um að komast í efri hluta deildarinnar fyrir úrslitakeppni og hafa verið að fá menn til baka úr meiðslum. Sigurður Heiðar: Stærri lið en Leiknir Reykjavík sem hafa tapað svona Sigurður Heiðar sagðist stoltur af sínu liði þrátt fyrir tapið stóra.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, mætti í viðtal eftir leik með hökuna uppi og sagðist stoltur af sínum strákum og ánægður með margt í leiknum. „Ég er stoltur af liðinu. Við komum hingað og ætluðum að spila og mér fannst jafnræði til að byrja með í fyrri hálfleik. Þeir frá sex færi í fyrri hálfleik og skora fimm mörk, við fáum heldur betur færi til að skora líka,“ sagði Sigurður Heiðar þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Fyrir utan síðustu 10-15 mínúturnar fannst mér fyrri hálfleikurinn nokkuð góður, það fór bara allt inn sem þeir gerðu. Svo byrjar seinni hálfleikur og auðvitað er fyrsta skot í markinu. Við héldum áfram að spila og ég var ánægður með margt í leiknum. Það eru stærri lið en Leiknir Reykjavík sem hafa tapað svona.“ Sigurður viðurkenndi þó að það væri erfitt að tapa leik á þennan hátt. „Þetta er sárt og þetta svíður. Að mörgu leyti er ég nokkuð stoltur af liðinu. Við komum með áætlun sem gekk náttúrulega ekki upp en mér fannst við fá fullt af augnablikum í leiknum sem ég var ánægður með. Við höldum bara áfram, það er erfitt að mæta hingað. Víkingar voru frábærir í kvöld og það bara fór allt inn í markið. Stundum er það bara þannig.“ Leiknisliðið var í vandræðum með pressu Víkinga og oft töpuðu þeir boltanum á vondum stöðum þegar þeir voru að koma boltanum frá vallarþriðjungnum við eigið mark. „Við ætluðum að gera þetta svona og mér fannst það oft ganga nokkuð vel. Fyrsta markið kemur þegar við missum boltann í uppspilinu en síðan erum við bara að tapa alltof mikið af klafsi og boltinn dettur fyrir þá. Við vorum ekki nógu grimmir í návígjum og klaufar í allskonar sendingum.“ „Við ætlum bara að halda áfram, við erum búnir að vera hrikalega slakir í því að halda boltanum núna í smá tíma. Við ætluðum að spila hér og það gekk að mörgu leyti ágætlega þó að lokatölurnar sýni það alls ekki.“ Sigurður bjóst við að fá einhverja menn til baka af meiðslalistanum fyrir leikinn gegn Val um næstu helgi, en alls voru tíu leikmenn frá vegna meiðsla hjá Leikni í dag. „Það voru tveir eða þrír sem voru nálægt því að geta tekið þátt í dag sem ættu að koma inn. Við verðum bara að tjasla okkur saman. Svona högg vekja oft lið og ég er bara stoltur af liðinu þrátt fyrir allt saman. Það eru stærri lið en Leiknir Reykjavík sem hafa fengið svona útreið.“ Birnir Snær: Frábær færanýting sem skilar 9-0 sigri Birnir Snær skoraði sjöunda mark Víkinga í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason skoraði eitt marka Víkinga í stórsigrinum á Leikni í kvöld. Hann var vitaskuld ánægður þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Arnar vildi svar og það vildu allir gera betur eftir mjög dapran leik gegn ÍBV. Það voru líka leikir sem við höfum verið að missa í jafntefli og þetta var besta svarið.“ Birnir átti góðan leik í kvöld og sagði frábært að spila leik þar sem allt gengur upp. „Það er geggjað. Þeir hefðu alveg getað sett mörk á okkur í byrjun, voru að pressa á okkur eins og ÍBV og hafa eflaust horft á þann leik. Þeir hefðu getað skorað en gerðu það ekki og við settum mörk í andlitið eftir hápressu. Svo var frábær færanýting hjá okkur sem skilar 9-0 sigri.“ Hann sagði af og frá að Víkingar tækju framhaldinu sem gefnu þrátt fyrir þennan stórsigur. „Við vitum að við erum ekkert að fara til skýjanna eftir þennan leik, þurfum að halda okkur við jörðina og vitum alveg hvernig staðan er í deildinni. Við höfum fengið skelli þegar við höfum misst leiki í jafntefli þannig að við þurfum að halda okkur á jörðinni,“ sagði Birnir Snær að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Arnar hugsaði út í metið: Aðalatriðið að taka ekki fótinn af pedalanum „Frammistaðan var nánast fullkomin. Ég bað um svör eftir síðasta leik og fékk þau svo sannarlega, ég átti nú ekki von á þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 9-0 sigur liðsins á Leikni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. 7. september 2022 21:38 Gat ekki andað í 20 sekúndur: „Ég er bara glaður að ég sé á lífi“ Logi Tómasson segist allur vera að braggast eftir harkalegt högg sem hann fékk í leik Víkings og ÍBV í Bestu deild karla á sunnudag. Hann vonast til að geta spilað gegn Leikni í kvöld. 7. september 2022 08:00
Arnar hugsaði út í metið: Aðalatriðið að taka ekki fótinn af pedalanum „Frammistaðan var nánast fullkomin. Ég bað um svör eftir síðasta leik og fékk þau svo sannarlega, ég átti nú ekki von á þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 9-0 sigur liðsins á Leikni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. 7. september 2022 21:38
Gat ekki andað í 20 sekúndur: „Ég er bara glaður að ég sé á lífi“ Logi Tómasson segist allur vera að braggast eftir harkalegt högg sem hann fékk í leik Víkings og ÍBV í Bestu deild karla á sunnudag. Hann vonast til að geta spilað gegn Leikni í kvöld. 7. september 2022 08:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti