Hinn 48 ára gamli Giggs er fyrrverandi knattspyrnumaður og þjálfari. Hann lék með Manchester United allan sinn feril og vann til fjölda verðlauna. Þá var hann um tíma aðstoðarþjálfari liðsins og svo þjálfari velska landsliðsins en Giggs er frá Wales.
Giggs er ásakaður um að beita þáverandi kærustu sína Kate Greville bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Var hann handtekinn þann 1. nóvember árið 2020 en samkvæmt Kate á Giggs að hafa skallað hana það kvöld sem og gefið systur hennar, Emmu, olnbogaskot í andlitið.
Giggs neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir:
„Herra Giggs sé augljóslega svekktur með að kviðdómur hafi ekki komist að niðurstöðu og að hann þurfi að fara aftur fyrir dómara.“
Þar kemur einnig fram að Giggs sé viss um að réttlætið muni á endanum hafa betur og hann verði hreinsaður af öllum ásökunum. Vísir fjallaði ítarlega um réttarhöldin og má sjá fréttir því tengdu hér að neðan.