Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 16:45 John Terry er spenntur fyrir Graham Potter. Vísir/Getty John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. Chelsea er þegar komið í viðræður við Brighton og ætlar að setja sig í samband við Potter samkvæmt breskum fjölmiðlum. Brighton mun ekki setja sig gegn viðræðunum samkvæmt sömu fréttum en Chelsea mun þá þurfa að greiða uppsagnarákvæði upp á 16 milljónir punda. Potter hefur unnið sig jafnt og þétt upp metorðastigann á sínum þjálfaraferli sem hófst hjá Östersund í Svíþjóð. Þar vann hann mikið þrekvirki og kom smáliðinu úr neðstu deild í þá efstu, vann sænska bikarinn og komst upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Hann náði góðum árangri á einni leiktíð með Swansea í B-deildinni á Englandi áður en hann tók við Brighton árið 2019 og hefur stýrt liðinu við góðan orðstír. How good is Graham Potter?I love how Brighton play and he has to be one of the best young managers around. Ticks every box for me. pic.twitter.com/1CNL90lyFW— John Terry (@JohnTerry26) August 23, 2022 John Terry, sem lék með Chelsea frá 1998 til 2017 og vann fimm Englandsmeistaratitla með liðinu, kveðst spenntur fyrir þeim möguleika að sjá Potter á hliðarlínunni hjá Chelsea. „Hversu góður er Graham Potter? Ég elska spilamennsku Brighton og hann verður að teljast á meðal bestu ungu þjálfaranna í heiminum. Hann tikkar í hvert box fyrir mér,“ sagði Terry á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Zinedine Zidane og Mauricio Pochettino eru einnig sagðir ofarlega á lista Chelsea og félagið myndi ekki þurfa að greiða lausnargjald fyrir þá, líkt og Potter, enda báðir atvinnulausir sem stendur. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Chelsea er þegar komið í viðræður við Brighton og ætlar að setja sig í samband við Potter samkvæmt breskum fjölmiðlum. Brighton mun ekki setja sig gegn viðræðunum samkvæmt sömu fréttum en Chelsea mun þá þurfa að greiða uppsagnarákvæði upp á 16 milljónir punda. Potter hefur unnið sig jafnt og þétt upp metorðastigann á sínum þjálfaraferli sem hófst hjá Östersund í Svíþjóð. Þar vann hann mikið þrekvirki og kom smáliðinu úr neðstu deild í þá efstu, vann sænska bikarinn og komst upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Hann náði góðum árangri á einni leiktíð með Swansea í B-deildinni á Englandi áður en hann tók við Brighton árið 2019 og hefur stýrt liðinu við góðan orðstír. How good is Graham Potter?I love how Brighton play and he has to be one of the best young managers around. Ticks every box for me. pic.twitter.com/1CNL90lyFW— John Terry (@JohnTerry26) August 23, 2022 John Terry, sem lék með Chelsea frá 1998 til 2017 og vann fimm Englandsmeistaratitla með liðinu, kveðst spenntur fyrir þeim möguleika að sjá Potter á hliðarlínunni hjá Chelsea. „Hversu góður er Graham Potter? Ég elska spilamennsku Brighton og hann verður að teljast á meðal bestu ungu þjálfaranna í heiminum. Hann tikkar í hvert box fyrir mér,“ sagði Terry á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Zinedine Zidane og Mauricio Pochettino eru einnig sagðir ofarlega á lista Chelsea og félagið myndi ekki þurfa að greiða lausnargjald fyrir þá, líkt og Potter, enda báðir atvinnulausir sem stendur.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira