Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 14:10 Pierre-Emerick Aubameyang er nýjasta nían í liði Chelsea. Slavko Midzor/Getty Images Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46
„Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31
Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti