Barist um hvern haus á Austurlandi og hótel keypt til að hýsa starfsfólk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. september 2022 23:23 Einar Þorsteinsson er forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Sigurjón Ólason Vinnuaflsskortur þjakar atvinnulíf á Austurlandi. Skortur á húsnæði hamlar því að fólk flytji inn í fjórðunginn og eru dæmi um að fyrirtæki hafi keypt hótel til að koma starfsfólki fyrir. „Okkar stærsta áskorun núna er vinnuaflið. Við erum að berjast um hvern haus sem hægt er að fá,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í viðtali við Stöð 2, en álverið er stærsti vinnustaður Austurlands. Smærri fyrirtæki glíma við sama vanda. Samúel Karl Sigurðsson á Reyðarfirði er framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu.Sigurjón Ólason „Það vantar fólk í öll störf. Það vantar allsstaðar fólk hérna. Menn eru jafnvel að gefast upp á rekstri vegna þess að þeir hafa ekki mannskap,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu á Reyðarfirði. Garðyrkjustöðin Blómahornið á Reyðarfirði hefur átt í vandræðum með að fá starfsfólk í sumar. Eigandinn neyðist til að leita á náðir ættingja með aðstoð. Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Fjölskyldan er með. Karlinn kemur svo þegar hann er búinn í vinnunni sinni, klukkan fjögur,“ segir Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómahorninu. Lára Björnsdóttir vinnur bæði hjá Umhverfisstofnun auk þess að hafa umsjón með tjaldsvæðum Fjarðabyggðar. Lára Björnsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar og umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar.Sigurjón Ólason „Það er erfitt að fá starfsfólk í alla ferðaþjónustu. Það vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Svo það er ekkert auðvelt að flytja inn starfsfólk annarsstaðar að,“ segir Lára. Fyrirtækið Launafl greip til þess ráðs að kaupa hótel á Reyðarfirði til að hýsa starfsmenn. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri iðnfyrirtækisins Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Keypti hér gistiheimili af Marlín, nítján herbergja eiginlega hótel, til þess að koma mannskapnum fyrir.“ -Það er bara svona mikill húsnæðisskortur? „Húsnæðisskorturinn er gífurlegur og við erum að stækka það en dugar ekki til,“ segir Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Til að fá gott fólk, þá þarf það að geta búið einhversstaðar. Og það hefur verið umtalsverður skortur á húsnæði hérna fyrir austan,“ segir forstjóri álversins. „Til dæmis á tjaldsvæðinu á Eskifirði hjá okkur, þar eru tveir ungir drengir sem tóku að sér umsjón með tjaldsvæðinu gegn því að fá að búa þar. En þeirra aðalstarf er í álverinu hérna, Fjarðaál,“ segir Lára. „Það er verið að byrja að byggja íbúðir; á Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Þannig að þetta horfir núna til bóta. En þetta er okkar langstærsta ögrandi verkefni í dag,“ segir Einar Þorsteinsson hjá Fjarðaáli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vinnumarkaður Húsnæðismál Fjarðabyggð Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Sjá meira
„Okkar stærsta áskorun núna er vinnuaflið. Við erum að berjast um hvern haus sem hægt er að fá,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í viðtali við Stöð 2, en álverið er stærsti vinnustaður Austurlands. Smærri fyrirtæki glíma við sama vanda. Samúel Karl Sigurðsson á Reyðarfirði er framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu.Sigurjón Ólason „Það vantar fólk í öll störf. Það vantar allsstaðar fólk hérna. Menn eru jafnvel að gefast upp á rekstri vegna þess að þeir hafa ekki mannskap,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu á Reyðarfirði. Garðyrkjustöðin Blómahornið á Reyðarfirði hefur átt í vandræðum með að fá starfsfólk í sumar. Eigandinn neyðist til að leita á náðir ættingja með aðstoð. Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Fjölskyldan er með. Karlinn kemur svo þegar hann er búinn í vinnunni sinni, klukkan fjögur,“ segir Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómahorninu. Lára Björnsdóttir vinnur bæði hjá Umhverfisstofnun auk þess að hafa umsjón með tjaldsvæðum Fjarðabyggðar. Lára Björnsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar og umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar.Sigurjón Ólason „Það er erfitt að fá starfsfólk í alla ferðaþjónustu. Það vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Svo það er ekkert auðvelt að flytja inn starfsfólk annarsstaðar að,“ segir Lára. Fyrirtækið Launafl greip til þess ráðs að kaupa hótel á Reyðarfirði til að hýsa starfsmenn. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri iðnfyrirtækisins Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Keypti hér gistiheimili af Marlín, nítján herbergja eiginlega hótel, til þess að koma mannskapnum fyrir.“ -Það er bara svona mikill húsnæðisskortur? „Húsnæðisskorturinn er gífurlegur og við erum að stækka það en dugar ekki til,“ segir Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Til að fá gott fólk, þá þarf það að geta búið einhversstaðar. Og það hefur verið umtalsverður skortur á húsnæði hérna fyrir austan,“ segir forstjóri álversins. „Til dæmis á tjaldsvæðinu á Eskifirði hjá okkur, þar eru tveir ungir drengir sem tóku að sér umsjón með tjaldsvæðinu gegn því að fá að búa þar. En þeirra aðalstarf er í álverinu hérna, Fjarðaál,“ segir Lára. „Það er verið að byrja að byggja íbúðir; á Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Þannig að þetta horfir núna til bóta. En þetta er okkar langstærsta ögrandi verkefni í dag,“ segir Einar Þorsteinsson hjá Fjarðaáli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vinnumarkaður Húsnæðismál Fjarðabyggð Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Sjá meira
Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47
Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30
35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23