Lewandowski fyrstur til að skora þrennu fyrir þrjú félög í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 07:30 Robert Lewandowski elskar að skora mörk. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Robert Lewandowski er heldur betur að njóta lífsins í Katalóníu um þessar mundir en Barcelona festi kaup á þessum magnaðamarkahrók fyrr í sumar. Hann hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu með því að hlaða í þrennu í 5-1 sigri Börsunga. Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira
Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira