Fótbolti

Stefán Teitur og félagar hófu Sambandsdeildina á tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson og félagar máttu þola tap í kvöld.
Stefán Teitur Þórðarson og félagar máttu þola tap í kvöld. Getty Images

Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í danska liðinu Silkeborg þurftu að sætta sig við 1-0 tap er liðið heimsótti Anderlect til Belgíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Stefán var í byrjunarliði Silkeborg og lék stærstan hluta leiksins á miðjunni. Hann var þó tekinn af velli þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, verandi búinn að næla sér í gult spjald í fyrri hálfleik.

Það var hins vegar Fabio Silva sem skoraði eina mark leiksins þegar hann kom Anderlecht í forystu með marki af vítapunktinum á 81. mínútu og niðurstaðan því 1-0 sigur Belganna.

Anderlecht er nú með þrjú stig eftir fyrsta leik riðlakeppninnar, en Stefán Teitur og félagar þurfa hins vegar að bíða lengur eftir sínum fyrstu stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×