Lærisveinar Diego Simeone fengu Celta Vigo í heimsókn á Wanda Metropolitano leikvanginn í Madrid í kvöld.
Angel Correa opnaði markareikninginn strax eftir níu mínútna leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Síðari hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall þegar Rodrigo de Paul tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Koke og Yannick Carrasco kom Atletico í 3-0 eftir rúmlega klukkutíma leik.
Gabriel Veiga klóraði í bakkann fyrir Celta Vigo á 71.mínútu en í stað þess að þeim tækist að komast nær skoraði varnarmaðurinn Unai Nunez í eigið net á 84.mínútu og innsiglaði öruggan 4-1 sigur Atletico Madrid.