Bjargaði lífi stuðningsmanns Atli Arason skrifar 11. september 2022 10:31 Markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, með mikilvægasta grip tímabilsins. Twitter Leikur Cadiz og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í gær var stöðvaður í tæpan klukkutíma þegar stuðningsmaður Cadiz féll í yfirlið. Á 82. mínútu, í stöðunni 0-2 fyrir Barcelona, var leikurinn stöðvaður þegar dómaratríó leiksins fékk að vita að eldri stuðningsmaður á vellinum hafi fallið meðvitundarlaus til jarðar. Cadiz goalkeeper Jeremías Conan Ledesma is heroic for rushing a medical kit to the stands after a fan suffered a health emergency 🙏🏻(via @ESPNDeportes)pic.twitter.com/TmoMjPMqJL— SI Soccer (@si_soccer) September 10, 2022 Flestir stóðu og fylgdust ráðalausir með nema markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, sem tók sprett í átt að sjúkrateymi Barcelona, fékk hjartastuðtæki og kastaði því upp í stúku til viðbragðsaðila. Ledesma virtist áhyggjufullur og það var Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, einnig. Araujo kraup niður á hné og bað æðri mátt um aðstoð, enda strax ljóst að um alvarlegt atvik væri að ræða. 🥺 Ronald Araújo seen praying for the fan who's fighting for his life in the stands during Cadiz vs. Barcelona. pic.twitter.com/iR5JjUuKUf— Select FCB (@SelectFCB) September 10, 2022 José Mari, leikmaður Cadiz, aðstoðaði einnig með því að hlaupa upp í stúku með sjúkrabörur til að koma stuðningsmanninum af vellinum og í sjúkrabíl sem fyrst. Dómari leiksins skipaði leikmönnum svo að halda aftur til búningsherbergja á meðan hugað væri að stuðningsmanninum. Leiknum var svo haldið áfram tæpri klukkustund eftir að hafa verið stöðvaður þegar að forseti Cadiz, Manuel Vizcanio, tilkynnti að endurlífgunartilraunir gengu eftir og að ástand stuðningsmannsins væri stöðugt. Ljóst þykir að án skjótra viðbragða leikmanna Cadiz hefði niðurstaðan mögulega verið önnur. Eru þeir hampaðir á samfélagsmiðlum sem hetjur. Barcelona skoraði tvisvar í viðbót eftir að leikurinn hófst aftur og vann að lokum 4-0 sigur. Scary moments in Cádiz as there is a medical emergency in the standsImpressive response by the Cádiz players, Ledesma running over with a defilibrator and then José Mari helping to get a stretcher over.Hopefully the quick response by everyone will make sure this ends well https://t.co/IVCj0iQL4C— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) September 10, 2022 Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10. september 2022 19:25 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Á 82. mínútu, í stöðunni 0-2 fyrir Barcelona, var leikurinn stöðvaður þegar dómaratríó leiksins fékk að vita að eldri stuðningsmaður á vellinum hafi fallið meðvitundarlaus til jarðar. Cadiz goalkeeper Jeremías Conan Ledesma is heroic for rushing a medical kit to the stands after a fan suffered a health emergency 🙏🏻(via @ESPNDeportes)pic.twitter.com/TmoMjPMqJL— SI Soccer (@si_soccer) September 10, 2022 Flestir stóðu og fylgdust ráðalausir með nema markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, sem tók sprett í átt að sjúkrateymi Barcelona, fékk hjartastuðtæki og kastaði því upp í stúku til viðbragðsaðila. Ledesma virtist áhyggjufullur og það var Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, einnig. Araujo kraup niður á hné og bað æðri mátt um aðstoð, enda strax ljóst að um alvarlegt atvik væri að ræða. 🥺 Ronald Araújo seen praying for the fan who's fighting for his life in the stands during Cadiz vs. Barcelona. pic.twitter.com/iR5JjUuKUf— Select FCB (@SelectFCB) September 10, 2022 José Mari, leikmaður Cadiz, aðstoðaði einnig með því að hlaupa upp í stúku með sjúkrabörur til að koma stuðningsmanninum af vellinum og í sjúkrabíl sem fyrst. Dómari leiksins skipaði leikmönnum svo að halda aftur til búningsherbergja á meðan hugað væri að stuðningsmanninum. Leiknum var svo haldið áfram tæpri klukkustund eftir að hafa verið stöðvaður þegar að forseti Cadiz, Manuel Vizcanio, tilkynnti að endurlífgunartilraunir gengu eftir og að ástand stuðningsmannsins væri stöðugt. Ljóst þykir að án skjótra viðbragða leikmanna Cadiz hefði niðurstaðan mögulega verið önnur. Eru þeir hampaðir á samfélagsmiðlum sem hetjur. Barcelona skoraði tvisvar í viðbót eftir að leikurinn hófst aftur og vann að lokum 4-0 sigur. Scary moments in Cádiz as there is a medical emergency in the standsImpressive response by the Cádiz players, Ledesma running over with a defilibrator and then José Mari helping to get a stretcher over.Hopefully the quick response by everyone will make sure this ends well https://t.co/IVCj0iQL4C— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) September 10, 2022
Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10. september 2022 19:25 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10. september 2022 19:25
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti