Theodór Elmar: Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða Sverrir Mar Smárason skrifar 11. september 2022 16:58 Theodór Elmar Bjarnason átti góðan leik í liði KR í dag. Vísir/Hulda Margrét KR vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í dag og tryggði sig þar með í efri hluta umspilið. Theodór Elmar átti góðan leik í liði KR og segir sigurinn mikilvægan fyrir félagið. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum. Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
„Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum.
Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti