Fallega hyrndir forystusauðir í Flóanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. september 2022 20:05 Höfði er tvævetur og skynug skepna eins og hálfbróðir hans. Hornin á honum eru ótrúlega falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystusauðirnir Höfði og Greifi vekja alltaf mikla athygli þar sem þeir koma, ekki síst hornin þeirra, sem eru stór og stæðileg. Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira