Viðskipti innlent

Nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Kerecis

Bjarki Sigurðsson skrifar
Dr. Dan Mooradian er nýr framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarmála hjá Kerecis
Dr. Dan Mooradian er nýr framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarmála hjá Kerecis

Dr. Dan Mooradian hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarmála hjá Kerecis. Klara Sveinsdóttir sem var áður framkvæmdastjóri rannsóknar-, þróunar-, gæða- og skráningarmála mun nú einbeita sér einungis að gæða- og skráningarmálum.

Dan mun sömuleiðis taka sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins en hann er með doktorsgráðu í meinafræði. Undanfarin átta ár hefur hann haft aðkomu að þróunarstarfi Kerecis sem ráðgjafi.

Dan hefur stýrt stórum þróunarteymum hjá bandarísku lækningavörufyrirtækjunum Baxter og Boston Scientific.

Kerecis lauk nýverið 14 milljarða króna hlutafjáraukningu og er ráðning Dans hluti af áætlunum fyrirtækisins um að hraða þróun nýrra vara en markmið fyrirtækisins er að 1/5 af tekjum hvers ár komi að jafnaði frá nýjum vörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×